Aukin stoðþjónusta fyrir nemendur í FAS

24.jan.2020

Frá uppbroti í FAS.

Frá uppbroti í FAS.

Núna eftir áramótin bættist stoðþjónustuteymi FAS liðsauki þegar  Aðalheiður Mjöll, náms – og starfsráðgjafi hóf störf  á ný í FAS en hún starfaði hjá okkur síðast veturinn 2016-2017.

Aðalheiður mun leggja áherslu á áhuga- og styrkleikagreiningu á námshæfni, bjóða upp á námskeið tengd námstækni, styrkleikum og færni og sinna ráðgjöf um nám sem og persónulegri ráðgjöf. Auk þess veitir hún þjónustu vegna raunfærnimats. Aðalheiður tekur vel á móti öllum en hún er með skrifstofu á háskólaganginum í Nýheimum.  Hægt er að hafa samband við hana í gegnum tölvupóst og bóka tíma á netfangið adalheidurth@fas.is eða í gegnum instagram síðu FAS.

Aðrir í stoðþjónustuteymi FAS eru Fríður Hilda námsráðgjafi en hún aðstoðar nemendur m.a. við að skipuleggja námið og hún leggur áherslu á að sinna staðnemendum og nemendum á námssamningi. Hægt er að hafa samband við Fríði Hildi í gegnum netfangið fridur@fas.is eða koma við hjá henni á efri hæð hússins.

Þá er Ragnheiður skólahjúkrunarfræðingur hjá okkur í hlutastarfi og hennar starfssvið er heilsuefling með áherslu á svefn þessa önnina. Netfang Ragnheiðar er ragnheidurr@fas.is fyrir þá sem vilja nýta sér þjónustu hennar.

Það er von okkar að með öflugu stoðþjónustuteymi sé enn betur hægt að koma á móts við mismunandi þarfir nemenda.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...