Aukin stoðþjónusta fyrir nemendur í FAS

24.jan.2020

Frá uppbroti í FAS.

Frá uppbroti í FAS.

Núna eftir áramótin bættist stoðþjónustuteymi FAS liðsauki þegar  Aðalheiður Mjöll, náms – og starfsráðgjafi hóf störf  á ný í FAS en hún starfaði hjá okkur síðast veturinn 2016-2017.

Aðalheiður mun leggja áherslu á áhuga- og styrkleikagreiningu á námshæfni, bjóða upp á námskeið tengd námstækni, styrkleikum og færni og sinna ráðgjöf um nám sem og persónulegri ráðgjöf. Auk þess veitir hún þjónustu vegna raunfærnimats. Aðalheiður tekur vel á móti öllum en hún er með skrifstofu á háskólaganginum í Nýheimum.  Hægt er að hafa samband við hana í gegnum tölvupóst og bóka tíma á netfangið adalheidurth@fas.is eða í gegnum instagram síðu FAS.

Aðrir í stoðþjónustuteymi FAS eru Fríður Hilda námsráðgjafi en hún aðstoðar nemendur m.a. við að skipuleggja námið og hún leggur áherslu á að sinna staðnemendum og nemendum á námssamningi. Hægt er að hafa samband við Fríði Hildi í gegnum netfangið fridur@fas.is eða koma við hjá henni á efri hæð hússins.

Þá er Ragnheiður skólahjúkrunarfræðingur hjá okkur í hlutastarfi og hennar starfssvið er heilsuefling með áherslu á svefn þessa önnina. Netfang Ragnheiðar er ragnheidurr@fas.is fyrir þá sem vilja nýta sér þjónustu hennar.

Það er von okkar að með öflugu stoðþjónustuteymi sé enn betur hægt að koma á móts við mismunandi þarfir nemenda.

Aðrar fréttir

ForestWell kynnt á Nýheimadegi

ForestWell kynnt á Nýheimadegi

Nýheimadagurinn var haldinn 30. janúar þar sem stofnanir Nýheima kynntu starfsemi sína. FAS tók þátt í þessum degi og kynnti Hulda Laxdal Hauksdóttir skólann og þá sérstaklega eitt af þeim fjölmörgu verkefnum sem þar eru unnin. Verkefnið sem var kynnt er Erasmus+...

Starfsbrautarnemendur kynna sér störf rafvirkja

Starfsbrautarnemendur kynna sér störf rafvirkja

Fyrr í þessari viku fóru nemendur á starfsbraut í FAS í heimsókn út í Ósland þar sem rafmagnsdeild Skinneyjar-Þinganess er til húsa. Þessi heimsókn er í áfanga sem heitir Starfakynning þar sem markmiðið er að nemendur kynnist hvað felst í störfum og hvaða nám er á...

HeimaHöfn – heimsókn í Skinney-Þinganes

HeimaHöfn – heimsókn í Skinney-Þinganes

Við höfum sagt frá því áður að á þessu skólaári tekur FAS þátt í samstarfsverkefninu HeimaHöfn með Þekkingarsetri Nýheima og Sveitarfélaginu Hornafirði. Þar er verið að vinna með ungu fólki, fulltrúum úr atvinnulífinu, skólum og öðrum hagsmunaaðilum á svæðinu. Meðal...