![Á leiklistaræfingu hjá Tess.](https://fas.is/wp-content/uploads/2020/01/roundandstick-300x225.jpg)
Á leiklistaræfingu hjá Tess.
Núna er skólastarf vorannar komið á fullt skrið og margt spennandi í gangi. Á lista- og menningarsviði er Teresa M. Rivarola eða Tess eins og hún kallar sig með námskeið í leiklist þar sem er lögð áhersla á að tjá sögur með líkamanum eða svokölluð hreyfilist. Nemendur byrja á því að velja sér sögu úr nærumhverfinu sem að auðvelt er að tengja eigin hugarheimi. Sögurnar mega vera af ýmsum toga, t.d. þjóðsögur, skáldsögur eða sögur sem að ömmur og afar hafa sagt. Nemendur greina sögurnar og finna leiðir til að túlka og án orða en nota þess í stað hreyfingar og hljóð, hughrifatónlist eða náttúruhljóð.
Þetta er svo sannarlega öðruvísi og spennandi verkefni en nemendur eru venjulega að fást við og ekki síður krefjandi því það þarf að nota hugmyndaflugið. Það verður gaman að sjá útkomuna en það er fyrirhugað að nemendur sýni afrakstur vinnunnar. Dagsetning liggur þó ekki enn fyrir.