Öðruvísi og krefjandi leiklist

16.jan.2020

Á leiklistaræfingu hjá Tess.

Á leiklistaræfingu hjá Tess.

Núna er skólastarf vorannar komið á fullt skrið og margt spennandi í gangi. Á lista- og menningarsviði er Teresa M. Rivarola eða Tess eins og hún kallar sig með námskeið í leiklist þar sem er lögð áhersla á að tjá sögur með líkamanum eða svokölluð hreyfilist. Nemendur byrja á því að velja sér sögu úr nærumhverfinu sem að auðvelt er að tengja eigin hugarheimi. Sögurnar mega vera af ýmsum toga, t.d. þjóðsögur, skáldsögur eða sögur sem að ömmur og afar hafa sagt. Nemendur greina sögurnar og finna leiðir til að túlka og án orða en nota þess í stað hreyfingar og hljóð, hughrifatónlist eða náttúruhljóð.

Þetta er svo sannarlega öðruvísi og spennandi verkefni en nemendur eru venjulega að fást við og ekki síður krefjandi því það þarf að nota hugmyndaflugið. Það verður gaman að sjá útkomuna en það er fyrirhugað að nemendur sýni afrakstur vinnunnar. Dagsetning liggur þó ekki enn fyrir.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...