FAS keppir við FG á fimmtudag

13.jan.2020

Gettu betur lið FAS; Ingunn Ósk, Björgvin Freyr og Oddleifur.

Uppfært: Vegna veðurs kemst tæknimaður frá RÚV ekki austur til okkar á Höfn. Þess vegna hefur keppninni sem vera átti í kvöld verið frestað til fimmtudagsins 16. janúar og hefst viðureignin klukkan 21:30.

Eins og við sögðum frá í síðustu viku sigraði lið FAS í Gettu betur lið Framhaldsskólans á Húsavík í Gettu betur. Fyrstu umferð lauk 8. janúar og strax að lokinni keppni var dregið í aðra umferð. Liðunum sem komust áfram úr fyrstu umferð var skipt í tvo styrkleikaflokka eftir stigafjölda. FAS dróst á móti FG sem er Fjölbrautaskólinn í Garðabæ.

Önnur umferð fer fram í þessari viku. FAS keppir annað kvöld, 14. janúar klukkan 21:00 og líkt og í síðustu viku verður lið FAS staðsett í fyrirlestrasal Nýheima. Þeir sem vilja koma og styðja keppendur þurfa að mæta tímanlega. Núna verður keppninni útvarpað á Rás 2 og einnig á RÚV núll þannig að þeir sem ekki komast í Nýheima geta fylgst með. Að sjálfsögðu sendum við liðinu bestu óskir um gott gengi.

Aðrar fréttir

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...