FAS keppir við FG á fimmtudag

13.jan.2020

Gettu betur lið FAS; Ingunn Ósk, Björgvin Freyr og Oddleifur.

Uppfært: Vegna veðurs kemst tæknimaður frá RÚV ekki austur til okkar á Höfn. Þess vegna hefur keppninni sem vera átti í kvöld verið frestað til fimmtudagsins 16. janúar og hefst viðureignin klukkan 21:30.

Eins og við sögðum frá í síðustu viku sigraði lið FAS í Gettu betur lið Framhaldsskólans á Húsavík í Gettu betur. Fyrstu umferð lauk 8. janúar og strax að lokinni keppni var dregið í aðra umferð. Liðunum sem komust áfram úr fyrstu umferð var skipt í tvo styrkleikaflokka eftir stigafjölda. FAS dróst á móti FG sem er Fjölbrautaskólinn í Garðabæ.

Önnur umferð fer fram í þessari viku. FAS keppir annað kvöld, 14. janúar klukkan 21:00 og líkt og í síðustu viku verður lið FAS staðsett í fyrirlestrasal Nýheima. Þeir sem vilja koma og styðja keppendur þurfa að mæta tímanlega. Núna verður keppninni útvarpað á Rás 2 og einnig á RÚV núll þannig að þeir sem ekki komast í Nýheima geta fylgst með. Að sjálfsögðu sendum við liðinu bestu óskir um gott gengi.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...