FAS keppir við FG á fimmtudag

13.jan.2020

Gettu betur lið FAS; Ingunn Ósk, Björgvin Freyr og Oddleifur.

Uppfært: Vegna veðurs kemst tæknimaður frá RÚV ekki austur til okkar á Höfn. Þess vegna hefur keppninni sem vera átti í kvöld verið frestað til fimmtudagsins 16. janúar og hefst viðureignin klukkan 21:30.

Eins og við sögðum frá í síðustu viku sigraði lið FAS í Gettu betur lið Framhaldsskólans á Húsavík í Gettu betur. Fyrstu umferð lauk 8. janúar og strax að lokinni keppni var dregið í aðra umferð. Liðunum sem komust áfram úr fyrstu umferð var skipt í tvo styrkleikaflokka eftir stigafjölda. FAS dróst á móti FG sem er Fjölbrautaskólinn í Garðabæ.

Önnur umferð fer fram í þessari viku. FAS keppir annað kvöld, 14. janúar klukkan 21:00 og líkt og í síðustu viku verður lið FAS staðsett í fyrirlestrasal Nýheima. Þeir sem vilja koma og styðja keppendur þurfa að mæta tímanlega. Núna verður keppninni útvarpað á Rás 2 og einnig á RÚV núll þannig að þeir sem ekki komast í Nýheima geta fylgst með. Að sjálfsögðu sendum við liðinu bestu óskir um gott gengi.

Aðrar fréttir

ForestWell kynnt á Nýheimadegi

ForestWell kynnt á Nýheimadegi

Nýheimadagurinn var haldinn 30. janúar þar sem stofnanir Nýheima kynntu starfsemi sína. FAS tók þátt í þessum degi og kynnti Hulda Laxdal Hauksdóttir skólann og þá sérstaklega eitt af þeim fjölmörgu verkefnum sem þar eru unnin. Verkefnið sem var kynnt er Erasmus+...

Starfsbrautarnemendur kynna sér störf rafvirkja

Starfsbrautarnemendur kynna sér störf rafvirkja

Fyrr í þessari viku fóru nemendur á starfsbraut í FAS í heimsókn út í Ósland þar sem rafmagnsdeild Skinneyjar-Þinganess er til húsa. Þessi heimsókn er í áfanga sem heitir Starfakynning þar sem markmiðið er að nemendur kynnist hvað felst í störfum og hvaða nám er á...

HeimaHöfn – heimsókn í Skinney-Þinganes

HeimaHöfn – heimsókn í Skinney-Þinganes

Við höfum sagt frá því áður að á þessu skólaári tekur FAS þátt í samstarfsverkefninu HeimaHöfn með Þekkingarsetri Nýheima og Sveitarfélaginu Hornafirði. Þar er verið að vinna með ungu fólki, fulltrúum úr atvinnulífinu, skólum og öðrum hagsmunaaðilum á svæðinu. Meðal...