![](https://fas.is/wp-content/uploads/2020/01/Gettu-Betur-1-300x225.jpg)
Gettu betur lið FAS; Ingunn Ósk, Björgvin Freyr og Oddleifur.
Uppfært: Vegna veðurs kemst tæknimaður frá RÚV ekki austur til okkar á Höfn. Þess vegna hefur keppninni sem vera átti í kvöld verið frestað til fimmtudagsins 16. janúar og hefst viðureignin klukkan 21:30.
Eins og við sögðum frá í síðustu viku sigraði lið FAS í Gettu betur lið Framhaldsskólans á Húsavík í Gettu betur. Fyrstu umferð lauk 8. janúar og strax að lokinni keppni var dregið í aðra umferð. Liðunum sem komust áfram úr fyrstu umferð var skipt í tvo styrkleikaflokka eftir stigafjölda. FAS dróst á móti FG sem er Fjölbrautaskólinn í Garðabæ.
Önnur umferð fer fram í þessari viku. FAS keppir annað kvöld, 14. janúar klukkan 21:00 og líkt og í síðustu viku verður lið FAS staðsett í fyrirlestrasal Nýheima. Þeir sem vilja koma og styðja keppendur þurfa að mæta tímanlega. Núna verður keppninni útvarpað á Rás 2 og einnig á RÚV núll þannig að þeir sem ekki komast í Nýheima geta fylgst með. Að sjálfsögðu sendum við liðinu bestu óskir um gott gengi.