Framhaldsskólameistari í Hornafjarðarmanna

11.maí.2015

Í gær hófust opnir dagar í FAS. Þá er skólabókum ýtt til hliðar um stund og nemendur fást við eitthvað allt annað en dagsdaglega. Fyrir hádegi er hópastarf þar sem nemendur velja sér hóp eftir áhuga. Sem dæmi um hópa sem starfa núna má nefna námskeið í sjálfsvörn, matreiðslunámskeið og íþróttahóp. Þá er nokkuð stór hópur nemenda að undirbúa árshátíð skólans með því að útbúa skreytingar eða undirbúa atriði.
Eftir hádegi taka nemendur þátt í sameiginlegum viðburðum. Í gær voru alls kyns þrautir í Bárunni og í dag var spilaður Hornafjarðarmanni en sá liður hefur verið fastur viðburður á opnum dögum um all langt skeið. Þegar yfir lauk stóð Marteinn uppi sem sigurvegari og telst því núverandi framhaldsskólameistari í Hornafjarðarmanna. Í öðru sæti varð Jóhann Klemens og Björgvin Konráð í því þriðja. Allir fá þeir viðurkenningarskjal frá útbreiðslustjóra mannans og að auki pizzuveislu frá Hótel Höfn.
Í kvöld verður svo leikritið<em> Love me do</em> frumsýnt í Mánagarði og ekki laust við spenning hjá mörgum. Annað kvöld verður svo hápunktur ársins en þá er árshátíð nemenda.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...