Í gær hófust opnir dagar í FAS. Þá er skólabókum ýtt til hliðar um stund og nemendur fást við eitthvað allt annað en dagsdaglega. Fyrir hádegi er hópastarf þar sem nemendur velja sér hóp eftir áhuga. Sem dæmi um hópa sem starfa núna má nefna námskeið í sjálfsvörn, matreiðslunámskeið og íþróttahóp. Þá er nokkuð stór hópur nemenda að undirbúa árshátíð skólans með því að útbúa skreytingar eða undirbúa atriði.
Eftir hádegi taka nemendur þátt í sameiginlegum viðburðum. Í gær voru alls kyns þrautir í Bárunni og í dag var spilaður Hornafjarðarmanni en sá liður hefur verið fastur viðburður á opnum dögum um all langt skeið. Þegar yfir lauk stóð Marteinn uppi sem sigurvegari og telst því núverandi framhaldsskólameistari í Hornafjarðarmanna. Í öðru sæti varð Jóhann Klemens og Björgvin Konráð í því þriðja. Allir fá þeir viðurkenningarskjal frá útbreiðslustjóra mannans og að auki pizzuveislu frá Hótel Höfn.
Í kvöld verður svo leikritið<em> Love me do</em> frumsýnt í Mánagarði og ekki laust við spenning hjá mörgum. Annað kvöld verður svo hápunktur ársins en þá er árshátíð nemenda.
Félagslíf er mikilvægt í skólastarfi
Nú er skólastarfið komið á gott skrið. Hluti af skólastarfi í FAS er að hlúa að félagslífinu og það er gert með klúbbastarfi. Forsvarsmenn nemendafélagsins; þær Helga Kristey, Nína Ingibjörg og Isabella Tigist hafa undanfarið verið að undirbúa félagslíf annarinnar....