Framhaldsskólameistari í Hornafjarðarmanna

11.maí.2015

Í gær hófust opnir dagar í FAS. Þá er skólabókum ýtt til hliðar um stund og nemendur fást við eitthvað allt annað en dagsdaglega. Fyrir hádegi er hópastarf þar sem nemendur velja sér hóp eftir áhuga. Sem dæmi um hópa sem starfa núna má nefna námskeið í sjálfsvörn, matreiðslunámskeið og íþróttahóp. Þá er nokkuð stór hópur nemenda að undirbúa árshátíð skólans með því að útbúa skreytingar eða undirbúa atriði.
Eftir hádegi taka nemendur þátt í sameiginlegum viðburðum. Í gær voru alls kyns þrautir í Bárunni og í dag var spilaður Hornafjarðarmanni en sá liður hefur verið fastur viðburður á opnum dögum um all langt skeið. Þegar yfir lauk stóð Marteinn uppi sem sigurvegari og telst því núverandi framhaldsskólameistari í Hornafjarðarmanna. Í öðru sæti varð Jóhann Klemens og Björgvin Konráð í því þriðja. Allir fá þeir viðurkenningarskjal frá útbreiðslustjóra mannans og að auki pizzuveislu frá Hótel Höfn.
Í kvöld verður svo leikritið<em> Love me do</em> frumsýnt í Mánagarði og ekki laust við spenning hjá mörgum. Annað kvöld verður svo hápunktur ársins en þá er árshátíð nemenda.

Aðrar fréttir

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...

Jólamatur í FAS

Jólamatur í FAS

Nú stendur yfir síðasta heila kennsluvika haustannarinnar. Í FAS hefur skapast sú hefð að bjóða nemendum og starfsfólki í sameiginlega jólamáltíð í lok annar. Það var því margt um manninn á Nýtorgi í dag þar sem var boðið upp á hangikét og meðlæti. Margir...