Sýning hjá nemendum á lista- og menningarsviði

04.des.2019

Unnið að sameiginlegu verki.

Föstudaginn 6. desember verður opnuð sýning í Nýheimum. Það eru nemendur á lista- og menningarsviði FAS sem ætla að sýna afrakstur annarinnar. Sýningin opnar formlega klukkan 12:30 á Nýtorgi þar sem nemendur segja frá vinnu sinni og sýna dæmi um verkefni. Sýningin er opin á milli 13 og 14 á föstudag og nemendur verða á staðnum og svara spurningum.

Verkefni einstakra nemenda í sjónlistum munu hanga uppi á efri hæð hússins og sameiginlegt verkefni í alrými. Nemendur í sviðslistum sýna verkefni sín í stofu 205. Einnig verður rúllandi glærusýning í nemendarými á efri hæð hússins.

Við vonumst til að sjá sem flesta á föstudag en fyrir þá sem ekki komast að þá verður sýningin opin fram yfir áramót.

Aðrar fréttir

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Frábærum fimm daga vetrarferðamennskuáfanga með Fjallamennskunámi FAS lauk nýverið þar sem við lögðum leið okkar á Fjallabak með viðkomu í Landmannalaugum. Ferðin var farin á ferðaskíðum en þrátt fyrir snjóleysi fengum við fínasta veður til kennslu. Að kenna þennan...

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...