Föstudaginn 6. desember verður opnuð sýning í Nýheimum. Það eru nemendur á lista- og menningarsviði FAS sem ætla að sýna afrakstur annarinnar. Sýningin opnar formlega klukkan 12:30 á Nýtorgi þar sem nemendur segja frá vinnu sinni og sýna dæmi um verkefni. Sýningin er opin á milli 13 og 14 á föstudag og nemendur verða á staðnum og svara spurningum.
Verkefni einstakra nemenda í sjónlistum munu hanga uppi á efri hæð hússins og sameiginlegt verkefni í alrými. Nemendur í sviðslistum sýna verkefni sín í stofu 205. Einnig verður rúllandi glærusýning í nemendarými á efri hæð hússins.
Við vonumst til að sjá sem flesta á föstudag en fyrir þá sem ekki komast að þá verður sýningin opin fram yfir áramót.