Sýning hjá nemendum á lista- og menningarsviði

04.des.2019

Unnið að sameiginlegu verki.

Föstudaginn 6. desember verður opnuð sýning í Nýheimum. Það eru nemendur á lista- og menningarsviði FAS sem ætla að sýna afrakstur annarinnar. Sýningin opnar formlega klukkan 12:30 á Nýtorgi þar sem nemendur segja frá vinnu sinni og sýna dæmi um verkefni. Sýningin er opin á milli 13 og 14 á föstudag og nemendur verða á staðnum og svara spurningum.

Verkefni einstakra nemenda í sjónlistum munu hanga uppi á efri hæð hússins og sameiginlegt verkefni í alrými. Nemendur í sviðslistum sýna verkefni sín í stofu 205. Einnig verður rúllandi glærusýning í nemendarými á efri hæð hússins.

Við vonumst til að sjá sem flesta á föstudag en fyrir þá sem ekki komast að þá verður sýningin opin fram yfir áramót.

Aðrar fréttir

ForestWell kynnt á Nýheimadegi

ForestWell kynnt á Nýheimadegi

Nýheimadagurinn var haldinn 30. janúar þar sem stofnanir Nýheima kynntu starfsemi sína. FAS tók þátt í þessum degi og kynnti Hulda Laxdal Hauksdóttir skólann og þá sérstaklega eitt af þeim fjölmörgu verkefnum sem þar eru unnin. Verkefnið sem var kynnt er Erasmus+...

Starfsbrautarnemendur kynna sér störf rafvirkja

Starfsbrautarnemendur kynna sér störf rafvirkja

Fyrr í þessari viku fóru nemendur á starfsbraut í FAS í heimsókn út í Ósland þar sem rafmagnsdeild Skinneyjar-Þinganess er til húsa. Þessi heimsókn er í áfanga sem heitir Starfakynning þar sem markmiðið er að nemendur kynnist hvað felst í störfum og hvaða nám er á...

HeimaHöfn – heimsókn í Skinney-Þinganes

HeimaHöfn – heimsókn í Skinney-Þinganes

Við höfum sagt frá því áður að á þessu skólaári tekur FAS þátt í samstarfsverkefninu HeimaHöfn með Þekkingarsetri Nýheima og Sveitarfélaginu Hornafirði. Þar er verið að vinna með ungu fólki, fulltrúum úr atvinnulífinu, skólum og öðrum hagsmunaaðilum á svæðinu. Meðal...