Kaffisamsæti á aðventu

03.des.2019

Fatnaður og skraut minna á að jólin séu í nánd.

Í löngu frímínútunum í morgun var komið að síðasta sameiginlega kaffinu hjá íbúum Nýheima á þessu ári. Að þessu sinni var það hluti starfsfólks sem stóð fyrir veitingunum og það var ýmislegt gómsætt í boði sem rann ljúflega niður. Að auki skörtuðu margir fatnaði sem minnir á að jólin séu í nánd. Af því tilefni var efnt til myndatöku. Þessar samverustundir þar sem boðið upp á góðgjörðir eru orðnar ómissandi þáttur í starfsemi Nýheima og er mæting iðulega góð.
Þessi vika er síðasta heila kennsluvikan í FAS. Kennslu lýkur þriðjudaginn 10. desember og lokamatsviðtöl hefast i kjölfarið. Gert er ráð fyrir að lokamatsviðtöl standi yfir til 19. desember og sama dag ættu allar einkunnir að vera komnar í Innu.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...