Kaffisamsæti á aðventu

03.des.2019

Fatnaður og skraut minna á að jólin séu í nánd.

Í löngu frímínútunum í morgun var komið að síðasta sameiginlega kaffinu hjá íbúum Nýheima á þessu ári. Að þessu sinni var það hluti starfsfólks sem stóð fyrir veitingunum og það var ýmislegt gómsætt í boði sem rann ljúflega niður. Að auki skörtuðu margir fatnaði sem minnir á að jólin séu í nánd. Af því tilefni var efnt til myndatöku. Þessar samverustundir þar sem boðið upp á góðgjörðir eru orðnar ómissandi þáttur í starfsemi Nýheima og er mæting iðulega góð.
Þessi vika er síðasta heila kennsluvikan í FAS. Kennslu lýkur þriðjudaginn 10. desember og lokamatsviðtöl hefast i kjölfarið. Gert er ráð fyrir að lokamatsviðtöl standi yfir til 19. desember og sama dag ættu allar einkunnir að vera komnar í Innu.

Aðrar fréttir

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Frábærum fimm daga vetrarferðamennskuáfanga með Fjallamennskunámi FAS lauk nýverið þar sem við lögðum leið okkar á Fjallabak með viðkomu í Landmannalaugum. Ferðin var farin á ferðaskíðum en þrátt fyrir snjóleysi fengum við fínasta veður til kennslu. Að kenna þennan...

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...