FAS býður í jólamat

10.des.2019

Það var margt um manninn í hádeginu í dag á Nýtorgi því FAS bauð nemendum, foreldrum og starfsfólki í Nýheimum í jólaveislu. Í fyrra var boðið í jólamat í fyrsta sinn í FAS og það tókst svo vel að það var ákveðið að endurtaka leikinn. Það var hún Hafdís okkar sem sér um veitingasöluna sem tilreiddi hamborgarahrygg með alls kyns meðlæti og á eftir var boðið upp á gómsæta ostaköku. Það eru sífellt fleiri sem borða vegan og að sjálfsögðu hafði Hafdís hugsað fyrir því. Þannig að það fengu allir eitthvað við sitt hæfi.

Yfir borðhaldinu var margt rætt. Þar má nefna skólann og hlutverk hans í samfélaginu, félagslíf nemenda en mörgum var líka tíðrætt um óveður sem er að skella á landinu í dag og á morgun.

Í dag er síðasti kennsludagur í FAS á þessari önn. Á morgun hefjast lokamatsviðtöl og eiga nemendur að hafa tímasetningar um það hvenær þeir eiga að mæta í viðtölin. Það má því segja að lokatörnin hjá nemendum þessa önnina sé hafin því við leggjum á það mikla áherslu að nemendur undirbúi sig vel fyrir viðtölin.

[modula id=“9800″]

Aðrar fréttir

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Frábærum fimm daga vetrarferðamennskuáfanga með Fjallamennskunámi FAS lauk nýverið þar sem við lögðum leið okkar á Fjallabak með viðkomu í Landmannalaugum. Ferðin var farin á ferðaskíðum en þrátt fyrir snjóleysi fengum við fínasta veður til kennslu. Að kenna þennan...

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...