FAS býður í jólamat

10.des.2019

Það var margt um manninn í hádeginu í dag á Nýtorgi því FAS bauð nemendum, foreldrum og starfsfólki í Nýheimum í jólaveislu. Í fyrra var boðið í jólamat í fyrsta sinn í FAS og það tókst svo vel að það var ákveðið að endurtaka leikinn. Það var hún Hafdís okkar sem sér um veitingasöluna sem tilreiddi hamborgarahrygg með alls kyns meðlæti og á eftir var boðið upp á gómsæta ostaköku. Það eru sífellt fleiri sem borða vegan og að sjálfsögðu hafði Hafdís hugsað fyrir því. Þannig að það fengu allir eitthvað við sitt hæfi.

Yfir borðhaldinu var margt rætt. Þar má nefna skólann og hlutverk hans í samfélaginu, félagslíf nemenda en mörgum var líka tíðrætt um óveður sem er að skella á landinu í dag og á morgun.

Í dag er síðasti kennsludagur í FAS á þessari önn. Á morgun hefjast lokamatsviðtöl og eiga nemendur að hafa tímasetningar um það hvenær þeir eiga að mæta í viðtölin. Það má því segja að lokatörnin hjá nemendum þessa önnina sé hafin því við leggjum á það mikla áherslu að nemendur undirbúi sig vel fyrir viðtölin.

[modula id=“9800″]

Aðrar fréttir

ForestWell kynnt á Nýheimadegi

ForestWell kynnt á Nýheimadegi

Nýheimadagurinn var haldinn 30. janúar þar sem stofnanir Nýheima kynntu starfsemi sína. FAS tók þátt í þessum degi og kynnti Hulda Laxdal Hauksdóttir skólann og þá sérstaklega eitt af þeim fjölmörgu verkefnum sem þar eru unnin. Verkefnið sem var kynnt er Erasmus+...

Starfsbrautarnemendur kynna sér störf rafvirkja

Starfsbrautarnemendur kynna sér störf rafvirkja

Fyrr í þessari viku fóru nemendur á starfsbraut í FAS í heimsókn út í Ósland þar sem rafmagnsdeild Skinneyjar-Þinganess er til húsa. Þessi heimsókn er í áfanga sem heitir Starfakynning þar sem markmiðið er að nemendur kynnist hvað felst í störfum og hvaða nám er á...

HeimaHöfn – heimsókn í Skinney-Þinganes

HeimaHöfn – heimsókn í Skinney-Þinganes

Við höfum sagt frá því áður að á þessu skólaári tekur FAS þátt í samstarfsverkefninu HeimaHöfn með Þekkingarsetri Nýheima og Sveitarfélaginu Hornafirði. Þar er verið að vinna með ungu fólki, fulltrúum úr atvinnulífinu, skólum og öðrum hagsmunaaðilum á svæðinu. Meðal...