FAS býður í jólamat

10.des.2019

Það var margt um manninn í hádeginu í dag á Nýtorgi því FAS bauð nemendum, foreldrum og starfsfólki í Nýheimum í jólaveislu. Í fyrra var boðið í jólamat í fyrsta sinn í FAS og það tókst svo vel að það var ákveðið að endurtaka leikinn. Það var hún Hafdís okkar sem sér um veitingasöluna sem tilreiddi hamborgarahrygg með alls kyns meðlæti og á eftir var boðið upp á gómsæta ostaköku. Það eru sífellt fleiri sem borða vegan og að sjálfsögðu hafði Hafdís hugsað fyrir því. Þannig að það fengu allir eitthvað við sitt hæfi.

Yfir borðhaldinu var margt rætt. Þar má nefna skólann og hlutverk hans í samfélaginu, félagslíf nemenda en mörgum var líka tíðrætt um óveður sem er að skella á landinu í dag og á morgun.

Í dag er síðasti kennsludagur í FAS á þessari önn. Á morgun hefjast lokamatsviðtöl og eiga nemendur að hafa tímasetningar um það hvenær þeir eiga að mæta í viðtölin. Það má því segja að lokatörnin hjá nemendum þessa önnina sé hafin því við leggjum á það mikla áherslu að nemendur undirbúi sig vel fyrir viðtölin.

[modula id=“9800″]

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...