Strax í upphafi annar hófust æfingar á söngleiknum Love me do. Eins og oft áður er hér um að ræða samvinnuverkefni hjá Leikfélagi Hornafjarðar og FAS. Höfundur og leikstjóri verksins er Stefán Sturla Sigurjónsson. Söngleikurinn er byggður á lögum Bítlanna.
Það er stór hópur nemenda sem kemur að sýningunni. Leikarar eru um tuttugu og að auki koma nemendur að öðrum hefðbundnum störfum í leikhúsi s.s. hárgreiðslu og förðun. Tónlistin í leikritinu verður flutt af hljómsveit og hafa hljómsveitarmeðlimir æft á fullu undanfarnar vikur.
Frumsýning sem jafnframt er frumflutningur á verkinu verður í Mánagarði fimmtudaginn 19. febrúar. Sýningafjöldi er takmarkaður og því um að gera að taka frá tíma fyrir þennan spennandi viðburð.
Landvarðanám í FAS
Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...