‘Love me do’

11.maí.2015

Love me do

Strax í upphafi annar hófust æfingar á söngleiknum Love me do. Eins og oft áður er hér um að ræða samvinnuverkefni hjá Leikfélagi Hornafjarðar og FAS. Höfundur og leikstjóri verksins er Stefán Sturla Sigurjónsson. Söngleikurinn er byggður á lögum Bítlanna.
Það er stór hópur nemenda sem kemur að sýningunni. Leikarar eru um tuttugu og að auki koma nemendur að öðrum hefðbundnum störfum í leikhúsi s.s. hárgreiðslu og förðun. Tónlistin í leikritinu verður flutt af hljómsveit og hafa hljómsveitarmeðlimir æft á fullu undanfarnar vikur.
Frumsýning sem jafnframt er frumflutningur á verkinu verður í Mánagarði fimmtudaginn 19. febrúar. Sýningafjöldi er takmarkaður og því um að gera að taka frá tíma fyrir þennan spennandi viðburð.

Aðrar fréttir

Hájöklaferð í fjallanáminu

Hájöklaferð í fjallanáminu

Þann 21. apríl lagði grunnnámshópur fjallanámsins af stað í leiðangur upp á Hrútsfjallstinda. Nemendur voru fimmtán talsins auk þriggja kennara  og var veðurspá með besta móti og stóð til að gista upp frá í þrjár nætur. Það þýddi að bakpokar voru þungir en samt sem...

Umhverfisdagur Nýheima

Umhverfisdagur Nýheima

Það er vel við hæfi á síðasta degi vetrar að taka til hendinni og hreinsa og tína drasl sem hefur fallið til í vetur. Eins og svo oft áður efndu íbúar Nýheima til hreinsunardags þar sem allir sem geta leggja hönd á plóg. Það er búið að tína rusl, sópa, hreinsa á milli...

Fjallanámið áfram í FAS

Fjallanámið áfram í FAS

Það er okkur sannarlega mikið gleðiefni að flytja nýjustu tíðindi af stöðu náms í fjallamennsku í FAS.  Næsta vetur mun námið verða í boði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Það ár mun verða notað til að finna náminu farveg til framtíðar. Við höfum verið í erfiðum...