Nemendaþing í Nýheimum

25.okt.2019

Fimmtudaginn 24. október stóð Ungmennaráð Hornafjarðar fyrir ungmennaþingi í Nýheimum. Ráðið naut aðstoðar frá nemendaráði FAS. Þinggestir voru að stærstum hluta nemendur í 8. – 10. bekk grunnskólans og nemendur FAS og var kennsla í skólunum felld niður eftir hádegi vegna þingsins.

Sigríður Þórunn sem er formaður ungmennaráðs setti þingið og kynnti dagskrána en megin þunginn að þessu sinni var lagður á málstofur þar sem fór fram fræðsla, hugmyndavinna og hópefli. Þingið tókst einkar vel og var gaman að sjá þessa hópa vinna saman í leik og starfi þó aldursbilið sé orðið töluvert.

Þetta er í þriðja árið í röð sem ungmennaráð stendur fyrir ungmennaþingi. Þetta eru mikilvægar samkomur þar sem unga fólkið hefur tækifæri til að láta í ljós skoðanir sínar og hafa um leið áhrif á ýmis málefni sem skipta máli.

Þinginu lauk með pizzuveislu og á næstunni mun ungmennaráð vinna úr þeim hugmyndum sem komu fram.

[modula id=“9794″]

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...