Nemendaþing í Nýheimum

25.okt.2019

Fimmtudaginn 24. október stóð Ungmennaráð Hornafjarðar fyrir ungmennaþingi í Nýheimum. Ráðið naut aðstoðar frá nemendaráði FAS. Þinggestir voru að stærstum hluta nemendur í 8. – 10. bekk grunnskólans og nemendur FAS og var kennsla í skólunum felld niður eftir hádegi vegna þingsins.

Sigríður Þórunn sem er formaður ungmennaráðs setti þingið og kynnti dagskrána en megin þunginn að þessu sinni var lagður á málstofur þar sem fór fram fræðsla, hugmyndavinna og hópefli. Þingið tókst einkar vel og var gaman að sjá þessa hópa vinna saman í leik og starfi þó aldursbilið sé orðið töluvert.

Þetta er í þriðja árið í röð sem ungmennaráð stendur fyrir ungmennaþingi. Þetta eru mikilvægar samkomur þar sem unga fólkið hefur tækifæri til að láta í ljós skoðanir sínar og hafa um leið áhrif á ýmis málefni sem skipta máli.

Þinginu lauk með pizzuveislu og á næstunni mun ungmennaráð vinna úr þeim hugmyndum sem komu fram.

[modula id=“9794″]

Aðrar fréttir

Fjarkennsla á morgun vegna veðurs

Fjarkennsla á morgun vegna veðurs

Eftir hádegi í dag voru viðvaranir vegna vonskuveðurs sem nú gengur yfir færðar upp á rautt stig fyrir stóran hluta landsins. Samkvæmt veðurspám verða rauðar og appelsínugular viðvaranir í gildi fyrir okkar svæði á morgun. Því er búið er að ákveða að kennsla á morgun,...

ForestWell kynnt á Nýheimadegi

ForestWell kynnt á Nýheimadegi

Nýheimadagurinn var haldinn 30. janúar þar sem stofnanir Nýheima kynntu starfsemi sína. FAS tók þátt í þessum degi og kynnti Hulda Laxdal Hauksdóttir skólann og þá sérstaklega eitt af þeim fjölmörgu verkefnum sem þar eru unnin. Verkefnið sem var kynnt er Erasmus+...

Starfsbrautarnemendur kynna sér störf rafvirkja

Starfsbrautarnemendur kynna sér störf rafvirkja

Fyrr í þessari viku fóru nemendur á starfsbraut í FAS í heimsókn út í Ósland þar sem rafmagnsdeild Skinneyjar-Þinganess er til húsa. Þessi heimsókn er í áfanga sem heitir Starfakynning þar sem markmiðið er að nemendur kynnist hvað felst í störfum og hvaða nám er á...