Ipad námskeið í Ekru

22.okt.2019

Á dögunum hafði Haukur Þorvaldsson samband við forráðamenn nemendafélagsins með fyrirspurn um hvort einhverjir í FAS hefðu áhuga á því að koma í Ekru og vera með kennslu á Ipad og önnur snjalltæki. Nemendaráði fannst þetta ljómandi góð hugmynd og hafist var handa við að leita að hentugum dagsetningum.

Í gær, mánudag var komið að fyrsta tímanum og mættu tíu eldri borgarar í Ekru. Frá FAS fóru að þessu sinni þær Eydís Arna, Ingunn Ósk og Íris Mist. Þær eru allar í nemendaráði og ráðið ákvað að hafa umsjón með námskeiðinu. Kunnátta þátttakenda er mjög mismunandi. Sumir kunna mikið á meðan aðrir eru að stíga fyrstu skrefin. Stelpurnar ákváðu að ganga á milli borða og aðstoða hvern einn og einn með þau atriði sem átti að ná tökum á.

Þetta var fyrsti tíminn af sex þar sem nemendur úr FAS koma til að leiðbeina þeim sem þurfa á að halda. Stelpunum fannst það bæði skemmtilegt og gefandi að eiga stund með eldri borgurum. Þetta er sjálfboðastarf hjá nemendum FAS og frábært að sjá kynslóðirnar tengjast á þennan hátt. Næsti tími í Ekru verður á miðvikudag 23. október klukkan 16:15 og þeir sem vilja koma á námskeiðið geta haft samband við Hauk.

[modula id=“9793″]

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...