Forval fyrir Gettu betur

29.okt.2019

Gettu betur forval.

FAS hefur mjög oft tekið þátt í spurningakeppninni Gettu betur og margir nemendur hafa skipað lið FAS í gegnum tíðina.

Síðustu daga hefur Málfundafélag FAS hugað að því að finna nemendur til að skipa lið næsta árs. Krakkarnir höfðu samband við Sigurð Óskar Jónsson fyrrverandi nemanda og liðsmann Gettu betur fyrir FAS en hann útskrifaðist árið 2006. Hann tók erindinu vel og samdi nokkrar spurningar fyrir nemendur til að spreyta sig á. Mikill áhugi var fyrir Gettu betur prófinu í FAS og mætti 21 nemandi til að reyna sig við spurningarnar.

Við ættum því að vita fljótlega hverjir skipa Gettu betur lið FAS og verður spennandi að sjá hverjir verða þar.

Aðrar fréttir

Fjarkennsla á morgun vegna veðurs

Fjarkennsla á morgun vegna veðurs

Eftir hádegi í dag voru viðvaranir vegna vonskuveðurs sem nú gengur yfir færðar upp á rautt stig fyrir stóran hluta landsins. Samkvæmt veðurspám verða rauðar og appelsínugular viðvaranir í gildi fyrir okkar svæði á morgun. Því er búið er að ákveða að kennsla á morgun,...

ForestWell kynnt á Nýheimadegi

ForestWell kynnt á Nýheimadegi

Nýheimadagurinn var haldinn 30. janúar þar sem stofnanir Nýheima kynntu starfsemi sína. FAS tók þátt í þessum degi og kynnti Hulda Laxdal Hauksdóttir skólann og þá sérstaklega eitt af þeim fjölmörgu verkefnum sem þar eru unnin. Verkefnið sem var kynnt er Erasmus+...

Starfsbrautarnemendur kynna sér störf rafvirkja

Starfsbrautarnemendur kynna sér störf rafvirkja

Fyrr í þessari viku fóru nemendur á starfsbraut í FAS í heimsókn út í Ósland þar sem rafmagnsdeild Skinneyjar-Þinganess er til húsa. Þessi heimsókn er í áfanga sem heitir Starfakynning þar sem markmiðið er að nemendur kynnist hvað felst í störfum og hvaða nám er á...