Erasmus+ dagar

18.okt.2019

Frá Erasmus+ ráðstefnunni 11. október.

Þann 11. október síðastliðinn stóð Rannís fyrir ráðstefnu í Menntaskólanum í Kópavogi þar sem yfirskriftin var jöfn tækifæri í Erasmus+. En í  Erasmus+ er hægt að sækja um styrki til að vinna að alls kyns verkefnum. Öll skólastig geta sótt um styrki til Erasmus+. Að auki styrkir Erasmus+ starfsmenntun og fullorðinsfræðslu annars vegar og æskulýðsmál hins vegar. Að lokinni setningu var ráðstefnugestum skipt í vinnustofur þar sem reynslu af verkefnum var miðlað og rætt um ávinning af því að taka þátt í alþjóðlegum verkefnum.

FAS var boðið að senda þátttakendur á ráðstefnuna en skólinn hefur á undanförnum árum tekið þátt í fjölmörgum verkefnum sem hafa verið styrkt frá Erasmus+. Fulltrúar af FAS tóku þátt í tveimur málstofum. Annars vegar í málstofu fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla þar sem sérstök áhersla var lögð á skóla á landsbyggðinni sem eru langt í burtu frá alþjóðaflugvelli. Þar var bæði fjallað þau vandamál sem verkefnastjórar úti á landi standa frammi fyrir og eins hve mikla þýðingu það getur haft fyrir skóla á þessum stöðum að taka þátt í alþjóðlegum verkefnum.

Hins vegar tók FAS þátt í málstofu um starfsmenntun þar sem áherslan var á starfsþjálfun nemenda í  starfs- og iðngreinum hjá fyrirtækjum og skólum í viðtökulöndunum. Sérstaklega var fjallað um leiðir til að hvetja og styrkja nemendur sem tilheyra minnihlutahópum s.s. innflytjendur, nemendur með námsörðugleika eða fatlanir. ADVENT verkefnið sem er í gangi núna í FAS er einmitt gott dæmi um samstarfsverkefni á sviði starfsmenntunar.

Það er frábært að hafa aðgang Erasmus+ styrkjunum. Það að taka þátt í alþjóðlegum verkefnum skapar ný tækifæri til að auðga skólastarfið og víkkar um leið sjóndeildarhring og reynsluheim allra þátttakenda.

 

 

Aðrar fréttir

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Frábærum fimm daga vetrarferðamennskuáfanga með Fjallamennskunámi FAS lauk nýverið þar sem við lögðum leið okkar á Fjallabak með viðkomu í Landmannalaugum. Ferðin var farin á ferðaskíðum en þrátt fyrir snjóleysi fengum við fínasta veður til kennslu. Að kenna þennan...

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...