Kaffiboð í FAS

04.okt.2019

Í löngu frímínútunum í dag buðu nemendur FAS öllum í Nýheimum í kaffi. Aðaltilefnið var að heimsókn gestanna frá samstarfslöndunum í Erasmus verkefninu lýkur formlega í dag og vildu nemendur sýna gestristni og bjóða um leið til veislu. Og það má svo sannarlega segja að borðin svignuðu undan öllum kræsingunum.

Nemendur ásamt öðrum íbúum Nýheima nutu veitinganna og áttu ágætt spjall á meðan. Við þökkum nemendum fyrir þetta ágæta framtak og það væri ekki úr vegi að endurvekja sameiginlegar samverustundir þar sem íbúar hússins skiptast á að bjóða í kaffi.

[modula id=“9789″]

Aðrar fréttir

Snjóflóðagrunnur og skíðamennska

Snjóflóðagrunnur og skíðamennska

Nemendur í grunnnámi Fjallamennskunáms FAS lögðu leið sína norður í land til Dalvíkur dagana 13.-18. febrúar. Markmiðið var að skíða eins og við gátum en einnig auðvitað að fara yfir helstu snjóflóðafræði á fimm dögum. Fyrirlestrar og innikennsla fóru fram í...

Starfsbrautarnemendur á ferð og flugi

Starfsbrautarnemendur á ferð og flugi

Fyrir nokkru sögðum við frá því að nemendur á starfsbraut í FAS hefðu farið í heimsókn í rafmagnsdeild Skinneyjar-Þinganess. Síðustu vikur hafa tveir vinnustaðir bæst í hópinn. Farið var í heimsókn til Gísla í Beinlínis en hann rekur byggingarfyrirtæki sem tekur að...

Fréttir frá NemFAS

Fréttir frá NemFAS

Það hefur verið nóg um að vera hjá nemendafélagi skólans undanfarið. Líkt og áður byggist félagslífið upp á klúbbastarfi þar sem nemendur skipuleggja viðburði og dagskrá. Það er góð mæting á fundi hjá nemendaráði, við náum góðum umræðum og skipuleggjum okkur vel. Í...