Kaffiboð í FAS

04.okt.2019

Í löngu frímínútunum í dag buðu nemendur FAS öllum í Nýheimum í kaffi. Aðaltilefnið var að heimsókn gestanna frá samstarfslöndunum í Erasmus verkefninu lýkur formlega í dag og vildu nemendur sýna gestristni og bjóða um leið til veislu. Og það má svo sannarlega segja að borðin svignuðu undan öllum kræsingunum.

Nemendur ásamt öðrum íbúum Nýheima nutu veitinganna og áttu ágætt spjall á meðan. Við þökkum nemendum fyrir þetta ágæta framtak og það væri ekki úr vegi að endurvekja sameiginlegar samverustundir þar sem íbúar hússins skiptast á að bjóða í kaffi.

[modula id=“9789″]

Aðrar fréttir

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Frábærum fimm daga vetrarferðamennskuáfanga með Fjallamennskunámi FAS lauk nýverið þar sem við lögðum leið okkar á Fjallabak með viðkomu í Landmannalaugum. Ferðin var farin á ferðaskíðum en þrátt fyrir snjóleysi fengum við fínasta veður til kennslu. Að kenna þennan...

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...