Umhverfismál í brennidepli

08.okt.2019

Í síðustu viku sögðum við frá neyslukönnun sem umhverfisnefnd FAS stóð fyrir á dögunum. Í dag var komið að þriðja uppbroti annarinnar og það var helgað niðurstöðum úr þeirri könnunn og hvað megi gera til að minnka úrgang í skólanum.
Í byrjun fundar kynnti Eyjólfur helstu niðurstöður könnunarinnar. Nemendum og starfsfólki hafði verið skipt í hópa fyrir fundinn og áttu undir stjórn hópstjóra að reyna að áætla hvar hægt sé að draga úr neyslu. Með neyslu er t.d. átt við ljósritun, matarkaup ýmis konar og ferðamáta til og frá skóla. Hver hópur þurfti að tilgreina í prósentum hversu mikið væri hægt að draga úr neyslu á næstunni.
Næsta verkefni sem hóparnir unnu að var að tilgreina leiðir þannig að hægt sé að draga úr einskammta matarumbúðum en þar er t.d. átt við skyrdollur eða kókómjólkurfernu. Þá voru hóparnir líka beðnir að skoða hvað hægt sé að gera til að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis í ferðum til og frá skóla.
Það verður að segjast eins og er að fundurinn gekk ljómandi vel og voru bæði nemendur og starfsmenn virkir og höfðu ýmislegt til málanna að leggja. Á næstunni er ætlunin að vinna enn betur úr svörum nemenda og finna leiðir til að minnka neyslu og um leið að bæta umhverfið.

[modula id=“9790″]

Aðrar fréttir

Snjóflóðagrunnur og skíðamennska

Snjóflóðagrunnur og skíðamennska

Nemendur í grunnnámi Fjallamennskunáms FAS lögðu leið sína norður í land til Dalvíkur dagana 13.-18. febrúar. Markmiðið var að skíða eins og við gátum en einnig auðvitað að fara yfir helstu snjóflóðafræði á fimm dögum. Fyrirlestrar og innikennsla fóru fram í...

Starfsbrautarnemendur á ferð og flugi

Starfsbrautarnemendur á ferð og flugi

Fyrir nokkru sögðum við frá því að nemendur á starfsbraut í FAS hefðu farið í heimsókn í rafmagnsdeild Skinneyjar-Þinganess. Síðustu vikur hafa tveir vinnustaðir bæst í hópinn. Farið var í heimsókn til Gísla í Beinlínis en hann rekur byggingarfyrirtæki sem tekur að...

Fréttir frá NemFAS

Fréttir frá NemFAS

Það hefur verið nóg um að vera hjá nemendafélagi skólans undanfarið. Líkt og áður byggist félagslífið upp á klúbbastarfi þar sem nemendur skipuleggja viðburði og dagskrá. Það er góð mæting á fundi hjá nemendaráði, við náum góðum umræðum og skipuleggjum okkur vel. Í...