Góðir gestir á leiðinni

27.sep.2019

Frá heimsókn til Grikklands í apríl 2019.

Frá heimsókn til Grikklands í apríl 2019.

Í FAS er alltaf líf og fjör og nóg um að vera. Erasmus verkefnið Cultural heritage in the context of students’ carres  er verkefni skólans í samvinnu við framhaldsskóla í Eistlandi, Lettlandi, Ítalíu og Grikklandi. Í verkefninu eiga nemendur að kynna land sitt og menningu og gjarnan á óhefðbundinn hátt; nemendur kynna menningu fyrir nemendum.
Þátttakendur FAS hafa nú þegar heimsótt Eistland og Grikkland. Eftir áramótin fara síðan íslenskir þátttakendur til Lettlands og Ítalíu.
En nú er komið að heimsókn þátttökuþjóðanna til Íslands. Dagana 30. september til 5. október munu 24 þátttakendur, nemendur og kennarar heimsækja Höfn. Og okkar nemendur hafa staðið í ströngu í haust við að undirbúa koma vina sinna.
Þema heimsóknarinnar er Sögur og Sagnir svo gera má ráð fyrir að talað verði um álfa, tröll og Grýlu kellinguna ásamt sonum hennar. Farið verður út á Horn þar sem ströndin, brimið og víkingaþorpið verður skoðað. Þá er ætlunin að ganga bakvið Mígandafoss í Bergárdal og labba um Höfn þar sem saga staðarins er sögð og einnig ætlum við að heimsækja Skinney-Þinganes.
Það er von okkar að gott verði í sjóinn svo hægt verði að bjóða í siglingu út fyrir ós. Unga fólkið gistir í heimahúsum svo gera má ráð fyrir að stundum verði setið við spjall og skemmtilegheit fram eftir nóttu.

Aðrar fréttir

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Frábærum fimm daga vetrarferðamennskuáfanga með Fjallamennskunámi FAS lauk nýverið þar sem við lögðum leið okkar á Fjallabak með viðkomu í Landmannalaugum. Ferðin var farin á ferðaskíðum en þrátt fyrir snjóleysi fengum við fínasta veður til kennslu. Að kenna þennan...

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...