Í FAS er alltaf líf og fjör og nóg um að vera. Erasmus verkefnið Cultural heritage in the context of students’ carres er verkefni skólans í samvinnu við framhaldsskóla í Eistlandi, Lettlandi, Ítalíu og Grikklandi. Í verkefninu eiga nemendur að kynna land sitt og menningu og gjarnan á óhefðbundinn hátt; nemendur kynna menningu fyrir nemendum.
Þátttakendur FAS hafa nú þegar heimsótt Eistland og Grikkland. Eftir áramótin fara síðan íslenskir þátttakendur til Lettlands og Ítalíu.
En nú er komið að heimsókn þátttökuþjóðanna til Íslands. Dagana 30. september til 5. október munu 24 þátttakendur, nemendur og kennarar heimsækja Höfn. Og okkar nemendur hafa staðið í ströngu í haust við að undirbúa koma vina sinna.
Þema heimsóknarinnar er Sögur og Sagnir svo gera má ráð fyrir að talað verði um álfa, tröll og Grýlu kellinguna ásamt sonum hennar. Farið verður út á Horn þar sem ströndin, brimið og víkingaþorpið verður skoðað. Þá er ætlunin að ganga bakvið Mígandafoss í Bergárdal og labba um Höfn þar sem saga staðarins er sögð og einnig ætlum við að heimsækja Skinney-Þinganes.
Það er von okkar að gott verði í sjóinn svo hægt verði að bjóða í siglingu út fyrir ós. Unga fólkið gistir í heimahúsum svo gera má ráð fyrir að stundum verði setið við spjall og skemmtilegheit fram eftir nóttu.
Snjóflóðagrunnur og skíðamennska
Nemendur í grunnnámi Fjallamennskunáms FAS lögðu leið sína norður í land til Dalvíkur dagana 13.-18. febrúar. Markmiðið var að skíða eins og við gátum en einnig auðvitað að fara yfir helstu snjóflóðafræði á fimm dögum. Fyrirlestrar og innikennsla fóru fram í...