Flokkun og úrgangur í FAS

30.sep.2019

Hluti úrgangs sem féll til í FAS vikuna 23. - 27. september.

Hluti úrgangs sem féll til í FAS vikuna 23. – 27. september

Eins og við sögðum frá í síðustu viku stóð umhverfisnefnd FAS fyrir neyslukönnun þar sem m.a. úrgangur tengdur matarneyslu var sérstaklega skoðaður. Allir voru beðnir um að flokka samkvæmt sérstöku skipulagi. Í fyrsta lagi voru hreinar umbúðir, í öðru lagi óhreinar, í þriðja lagi lífrænn úrgangur og í fjórða og síðasta lagi drykkjarumbúðir sem er hægt að skila. Það voru þrír flokkunarstaðir í húsinu. Fyrst má telja veitingasöluna á Nýtorgi. Á setustofu nemenda og kennarastofu var líka flokkað.

Á föstudag eftir hádegi var komið að því að mæla og skrá úrganginn. Það féllu til 23 kíló af lífrænum úrgangi í FAS í síðustu viku og um fjórðungur þess voru matarafgangar. Í vikunni söfnuðust 158 umbúðir undan drykkjavörum og af því eru tæplega 90% af setustofu nemenda. Við viljum benda á að það er komin vatnsvél í kaffiteríuna og við hvetjum alla til að nýta sér hana og spara um leið pening.

Áætlaður heildarfjöldi af umbúðum utan af matvælum skiptist þannig að um 55% umbúða voru hreinar en 45% óhreinar. Þar getum við gert miklu betur.
Hluti af úrgangi síðustu viku var hengdur upp á Nýtorgi og sést hann á meðfylgjandi mynd.

Síðar í vikunni er ætlunin að birta fleiri upplýsingar og taka í framhaldi ákvörðun um hvernig við getum dregið úr neyslu og minnkað úrgang.

Aðrar fréttir

Snjóflóðagrunnur og skíðamennska

Snjóflóðagrunnur og skíðamennska

Nemendur í grunnnámi Fjallamennskunáms FAS lögðu leið sína norður í land til Dalvíkur dagana 13.-18. febrúar. Markmiðið var að skíða eins og við gátum en einnig auðvitað að fara yfir helstu snjóflóðafræði á fimm dögum. Fyrirlestrar og innikennsla fóru fram í...

Starfsbrautarnemendur á ferð og flugi

Starfsbrautarnemendur á ferð og flugi

Fyrir nokkru sögðum við frá því að nemendur á starfsbraut í FAS hefðu farið í heimsókn í rafmagnsdeild Skinneyjar-Þinganess. Síðustu vikur hafa tveir vinnustaðir bæst í hópinn. Farið var í heimsókn til Gísla í Beinlínis en hann rekur byggingarfyrirtæki sem tekur að...

Fréttir frá NemFAS

Fréttir frá NemFAS

Það hefur verið nóg um að vera hjá nemendafélagi skólans undanfarið. Líkt og áður byggist félagslífið upp á klúbbastarfi þar sem nemendur skipuleggja viðburði og dagskrá. Það er góð mæting á fundi hjá nemendaráði, við náum góðum umræðum og skipuleggjum okkur vel. Í...