Neyslukönnun í FAS

23.sep.2019

Flokkunartunnur í FAS.

Flokkunartunnur í FAS.

FAS tekur nú þátt í verkefninu Skólar á grænni grein og þema skólaársins er neysla. Í síðustu viku var stofnuð Umhverfisnefnd FAS en í henni eru fulltrúar nemenda, kennara og annarra starfsmanna. Í nefndinni eru níu manns og hún heldur utan um og skipuleggur starfið.
Í þessari viku fer fram neyslukönnun meðal allra í FAS og gengu fulltrúar nemenda í stofur í morgun og dreifðu eyðublöðum þar sem á að skrá ferðir vikunnar og matarneyslu. Í lok vikunnar verður blöðunum safnað saman og unnið úr gögnunum.
Auk þess að skoða ferðir og matarneyslu er úrgangur flokkaður á sérstakan hátt í þessari viku. Í lok vikunnar verður flokkað, talið og vigtað allt sem viðkemur matarneyslu í FAS. Markmiðið með þessu hvoru tveggja er að fá mat á stöðunni og sem síðan verður nýtt til að bæta um betur.
Við ætlumst til að allir leggi sig fram og vandi til verka í þessari viku.

Aðrar fréttir

Snjóflóðagrunnur og skíðamennska

Snjóflóðagrunnur og skíðamennska

Nemendur í grunnnámi Fjallamennskunáms FAS lögðu leið sína norður í land til Dalvíkur dagana 13.-18. febrúar. Markmiðið var að skíða eins og við gátum en einnig auðvitað að fara yfir helstu snjóflóðafræði á fimm dögum. Fyrirlestrar og innikennsla fóru fram í...

Starfsbrautarnemendur á ferð og flugi

Starfsbrautarnemendur á ferð og flugi

Fyrir nokkru sögðum við frá því að nemendur á starfsbraut í FAS hefðu farið í heimsókn í rafmagnsdeild Skinneyjar-Þinganess. Síðustu vikur hafa tveir vinnustaðir bæst í hópinn. Farið var í heimsókn til Gísla í Beinlínis en hann rekur byggingarfyrirtæki sem tekur að...

Fréttir frá NemFAS

Fréttir frá NemFAS

Það hefur verið nóg um að vera hjá nemendafélagi skólans undanfarið. Líkt og áður byggist félagslífið upp á klúbbastarfi þar sem nemendur skipuleggja viðburði og dagskrá. Það er góð mæting á fundi hjá nemendaráði, við náum góðum umræðum og skipuleggjum okkur vel. Í...