Neyslukönnun í FAS

23.sep.2019

Flokkunartunnur í FAS.

Flokkunartunnur í FAS.

FAS tekur nú þátt í verkefninu Skólar á grænni grein og þema skólaársins er neysla. Í síðustu viku var stofnuð Umhverfisnefnd FAS en í henni eru fulltrúar nemenda, kennara og annarra starfsmanna. Í nefndinni eru níu manns og hún heldur utan um og skipuleggur starfið.
Í þessari viku fer fram neyslukönnun meðal allra í FAS og gengu fulltrúar nemenda í stofur í morgun og dreifðu eyðublöðum þar sem á að skrá ferðir vikunnar og matarneyslu. Í lok vikunnar verður blöðunum safnað saman og unnið úr gögnunum.
Auk þess að skoða ferðir og matarneyslu er úrgangur flokkaður á sérstakan hátt í þessari viku. Í lok vikunnar verður flokkað, talið og vigtað allt sem viðkemur matarneyslu í FAS. Markmiðið með þessu hvoru tveggja er að fá mat á stöðunni og sem síðan verður nýtt til að bæta um betur.
Við ætlumst til að allir leggi sig fram og vandi til verka í þessari viku.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...