Þrír nemendur FAS á aðalþingi SÍF

16.sep.2019

Íris Mist og Axel Elí mætt á SÍF þing. Vigdís María var einnig með og tók þessa mynd.

Um nýliðna helgi hélt SÍF (Samband íslenskra framhaldsskólanema) aðalþing sitt og fóru þrír fulltrúar frá FAS þangað. Þingið stóð yfir í þrjá daga og var haldið í Háskólanum í Reykjavík. Þangað mættu um 50 nemendur víðs vegar af landinu. Í byrjun þings var fyrirlestur um hvað einkennir góða leiðtoga og hvernig þeir geti hrifið aðra með sér. Einnig var fjallað um réttindi nemendafélaga og nemenda í íslensku samfélagi. Mikið var um hópavinnu þar sem nemendur ræddu sín á milli um fyrirkomulag í þeirra skólum. Þá komu fulltrúar frá ráðuneytum menntamála og dómsmála og voru með innlegg. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra skrifaði undir styrktarsamning við SÍF. Það er mikið gleðiefni því SÍF hefur verið án samnings síðustu þrjú árin.

Fulltrúar FAS eru afar ánægðir með ferðina. Þeir kynntust mörgum nemendum frá öðrum skólum og huga jafnvel á nánari samvinnu með skólum á Suðurlandi. Þá er stefnt að því að fara á sambandsstjórnarfund SÍF sem verður í nóvember.
Nemendafélag FAS er með instagramreikning og voru krakkarnir duglegir að setja inn myndir frá ferðinni. Endilega fylgist með þeim þar.

 

 

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...