Þrír nemendur FAS á aðalþingi SÍF

16.sep.2019

Íris Mist og Axel Elí mætt á SÍF þing. Vigdís María var einnig með og tók þessa mynd.

Um nýliðna helgi hélt SÍF (Samband íslenskra framhaldsskólanema) aðalþing sitt og fóru þrír fulltrúar frá FAS þangað. Þingið stóð yfir í þrjá daga og var haldið í Háskólanum í Reykjavík. Þangað mættu um 50 nemendur víðs vegar af landinu. Í byrjun þings var fyrirlestur um hvað einkennir góða leiðtoga og hvernig þeir geti hrifið aðra með sér. Einnig var fjallað um réttindi nemendafélaga og nemenda í íslensku samfélagi. Mikið var um hópavinnu þar sem nemendur ræddu sín á milli um fyrirkomulag í þeirra skólum. Þá komu fulltrúar frá ráðuneytum menntamála og dómsmála og voru með innlegg. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra skrifaði undir styrktarsamning við SÍF. Það er mikið gleðiefni því SÍF hefur verið án samnings síðustu þrjú árin.

Fulltrúar FAS eru afar ánægðir með ferðina. Þeir kynntust mörgum nemendum frá öðrum skólum og huga jafnvel á nánari samvinnu með skólum á Suðurlandi. Þá er stefnt að því að fara á sambandsstjórnarfund SÍF sem verður í nóvember.
Nemendafélag FAS er með instagramreikning og voru krakkarnir duglegir að setja inn myndir frá ferðinni. Endilega fylgist með þeim þar.

 

 

Aðrar fréttir

Snjóflóðagrunnur og skíðamennska

Snjóflóðagrunnur og skíðamennska

Nemendur í grunnnámi Fjallamennskunáms FAS lögðu leið sína norður í land til Dalvíkur dagana 13.-18. febrúar. Markmiðið var að skíða eins og við gátum en einnig auðvitað að fara yfir helstu snjóflóðafræði á fimm dögum. Fyrirlestrar og innikennsla fóru fram í...

Starfsbrautarnemendur á ferð og flugi

Starfsbrautarnemendur á ferð og flugi

Fyrir nokkru sögðum við frá því að nemendur á starfsbraut í FAS hefðu farið í heimsókn í rafmagnsdeild Skinneyjar-Þinganess. Síðustu vikur hafa tveir vinnustaðir bæst í hópinn. Farið var í heimsókn til Gísla í Beinlínis en hann rekur byggingarfyrirtæki sem tekur að...

Fréttir frá NemFAS

Fréttir frá NemFAS

Það hefur verið nóg um að vera hjá nemendafélagi skólans undanfarið. Líkt og áður byggist félagslífið upp á klúbbastarfi þar sem nemendur skipuleggja viðburði og dagskrá. Það er góð mæting á fundi hjá nemendaráði, við náum góðum umræðum og skipuleggjum okkur vel. Í...