Þrír nemendur FAS á aðalþingi SÍF

16.sep.2019

Íris Mist og Axel Elí mætt á SÍF þing. Vigdís María var einnig með og tók þessa mynd.

Um nýliðna helgi hélt SÍF (Samband íslenskra framhaldsskólanema) aðalþing sitt og fóru þrír fulltrúar frá FAS þangað. Þingið stóð yfir í þrjá daga og var haldið í Háskólanum í Reykjavík. Þangað mættu um 50 nemendur víðs vegar af landinu. Í byrjun þings var fyrirlestur um hvað einkennir góða leiðtoga og hvernig þeir geti hrifið aðra með sér. Einnig var fjallað um réttindi nemendafélaga og nemenda í íslensku samfélagi. Mikið var um hópavinnu þar sem nemendur ræddu sín á milli um fyrirkomulag í þeirra skólum. Þá komu fulltrúar frá ráðuneytum menntamála og dómsmála og voru með innlegg. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra skrifaði undir styrktarsamning við SÍF. Það er mikið gleðiefni því SÍF hefur verið án samnings síðustu þrjú árin.

Fulltrúar FAS eru afar ánægðir með ferðina. Þeir kynntust mörgum nemendum frá öðrum skólum og huga jafnvel á nánari samvinnu með skólum á Suðurlandi. Þá er stefnt að því að fara á sambandsstjórnarfund SÍF sem verður í nóvember.
Nemendafélag FAS er með instagramreikning og voru krakkarnir duglegir að setja inn myndir frá ferðinni. Endilega fylgist með þeim þar.

 

 

Aðrar fréttir

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Frábærum fimm daga vetrarferðamennskuáfanga með Fjallamennskunámi FAS lauk nýverið þar sem við lögðum leið okkar á Fjallabak með viðkomu í Landmannalaugum. Ferðin var farin á ferðaskíðum en þrátt fyrir snjóleysi fengum við fínasta veður til kennslu. Að kenna þennan...

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...