Uppbrot tvö

12.sep.2019

Uppbrot um vísindadaga og Grænfánaverkefnið.

Eftir hádegi í dag var komið að öðru uppbroti annarinnar í FAS. Tilgangurinn var tvenns konar. Annars vegar að ræða við nemendur um vísindadaga sem verða 30. – 31. október. Nú er ætlunin að bregða undir sig betri fætinum og fara í ferðalag í Skaftártungu og vinna að ýmsum verkefnum þar. Gert er ráð fyrir að fara á miðvikudegi og gista eina nótt. Með því að vinna vel í tvo daga er hægt að vinna sér inn frí á föstudeginum og þá hægt að hafa langa helgi. Ef það eru einhverjir sem telja að þeir komist ekki í ferðina á vísindadögum er þeir beðnir um að senda póst á Eyjólf (eyjo@fas.is) fyrir lok næstu viku.

Þá var þátttaka skólans í Grænfánaverkefninu Skólar á grænni grein kynnt þar sem við veltum fyrir okkur hvað við getum gert til að verða meðvitaðri um umhverfið okkar og hvað við getum gert til að minnka vistspor okkar. Til að stýra þeirri vinnu verður stofnuð Umhverfisnefnd FAS þar sem bæði nemendur og starfsmenn eiga fulltrúa. Fyrsti fundur umhverfisnefndarinnar er fyrirhugaður í næstu viku. Fyrsta verkefnið á önninni er að hver skoði ferðavenjur og neyslumynstur sitt. Það verður nánar kynnt eftir fund nefndarinnar. Við hvetjum alla til að vera virkir og taka þátt því að gera okkar besta til að minnka vistsporið og þar með að bæta jörðina okkar.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...