Fréttir úr félagslífinu

06.sep.2019

Félagslífið í FAS fer ágætlega af stað á haustdögum. Líkt og undanfarin ár fer mikið fyrir klúbbastarfi. Núna eru sex klúbbar starfandi. Það eru formenn klúbba og forsetar skólans sem mynda nemendaráð skólans.

Í gær var komið að fyrsta opinberlega viðburðinum. Hann kallaðist Kráargátur sem flestir þekkja sem Pubquiz. Viðburðurinn fór fram í Ungmennahúsi en FAS hefur aðgang að því á þriðjudögum og fimmtudögum. Krakkarnir stefna að því að nýta þessa frábæru aðstöðu eins og kostur er í vetur.

Það var ágætlega mætt í gær og keppnin var jöfn og spennandi. Það fór þó svo að lokum að liðið hans Kristofers vann og þurfti innbyrðis viðureign til að sjá hver fengi verðlaunin. Og það var Kristofer sjálfur sem stóð uppi sem sigurvegari.

[modula id=“9785″]

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...