Fréttir úr félagslífinu

06.sep.2019

Félagslífið í FAS fer ágætlega af stað á haustdögum. Líkt og undanfarin ár fer mikið fyrir klúbbastarfi. Núna eru sex klúbbar starfandi. Það eru formenn klúbba og forsetar skólans sem mynda nemendaráð skólans.

Í gær var komið að fyrsta opinberlega viðburðinum. Hann kallaðist Kráargátur sem flestir þekkja sem Pubquiz. Viðburðurinn fór fram í Ungmennahúsi en FAS hefur aðgang að því á þriðjudögum og fimmtudögum. Krakkarnir stefna að því að nýta þessa frábæru aðstöðu eins og kostur er í vetur.

Það var ágætlega mætt í gær og keppnin var jöfn og spennandi. Það fór þó svo að lokum að liðið hans Kristofers vann og þurfti innbyrðis viðureign til að sjá hver fengi verðlaunin. Og það var Kristofer sjálfur sem stóð uppi sem sigurvegari.

[modula id=“9785″]

Aðrar fréttir

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Frábærum fimm daga vetrarferðamennskuáfanga með Fjallamennskunámi FAS lauk nýverið þar sem við lögðum leið okkar á Fjallabak með viðkomu í Landmannalaugum. Ferðin var farin á ferðaskíðum en þrátt fyrir snjóleysi fengum við fínasta veður til kennslu. Að kenna þennan...

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...