Fréttir úr félagslífinu

06.sep.2019

Félagslífið í FAS fer ágætlega af stað á haustdögum. Líkt og undanfarin ár fer mikið fyrir klúbbastarfi. Núna eru sex klúbbar starfandi. Það eru formenn klúbba og forsetar skólans sem mynda nemendaráð skólans.

Í gær var komið að fyrsta opinberlega viðburðinum. Hann kallaðist Kráargátur sem flestir þekkja sem Pubquiz. Viðburðurinn fór fram í Ungmennahúsi en FAS hefur aðgang að því á þriðjudögum og fimmtudögum. Krakkarnir stefna að því að nýta þessa frábæru aðstöðu eins og kostur er í vetur.

Það var ágætlega mætt í gær og keppnin var jöfn og spennandi. Það fór þó svo að lokum að liðið hans Kristofers vann og þurfti innbyrðis viðureign til að sjá hver fengi verðlaunin. Og það var Kristofer sjálfur sem stóð uppi sem sigurvegari.

[modula id=“9785″]

Aðrar fréttir

Snjóflóðagrunnur og skíðamennska

Snjóflóðagrunnur og skíðamennska

Nemendur í grunnnámi Fjallamennskunáms FAS lögðu leið sína norður í land til Dalvíkur dagana 13.-18. febrúar. Markmiðið var að skíða eins og við gátum en einnig auðvitað að fara yfir helstu snjóflóðafræði á fimm dögum. Fyrirlestrar og innikennsla fóru fram í...

Starfsbrautarnemendur á ferð og flugi

Starfsbrautarnemendur á ferð og flugi

Fyrir nokkru sögðum við frá því að nemendur á starfsbraut í FAS hefðu farið í heimsókn í rafmagnsdeild Skinneyjar-Þinganess. Síðustu vikur hafa tveir vinnustaðir bæst í hópinn. Farið var í heimsókn til Gísla í Beinlínis en hann rekur byggingarfyrirtæki sem tekur að...

Fréttir frá NemFAS

Fréttir frá NemFAS

Það hefur verið nóg um að vera hjá nemendafélagi skólans undanfarið. Líkt og áður byggist félagslífið upp á klúbbastarfi þar sem nemendur skipuleggja viðburði og dagskrá. Það er góð mæting á fundi hjá nemendaráði, við náum góðum umræðum og skipuleggjum okkur vel. Í...