Vísindamenn þróa smáforrit

05.sep.2019

Í dag fengum við í FAS til okkar góða gesti en þar var vísindafólk frá háskóla í Salzburg í Austurríki. Þar hefur verið hannað verkfæri sem kallast citizenMorph sem er forrit fyrir snjalltæki (snjallsíma og spjaldtölvur). Með því er hægt að skrá það sem vekur eftirtekt í náttúrunni og/eða breytingar sem verða s.s. grjóthrun og jarðsig. Tilgangurinn með forritinu er að safna upplýsingum um landslagsbreytingar frá almenningi en um leið gagnast upplýsingarnar vísindaheiminum. Þannig styður almenningur við náttúrurannsóknir og beinir sjónum vísindamanna að tilteknum atburðum. Samstarfsaðilar háskólans í Austurríki hér á Höfn eru Náttúrustofa Suðausturlands og Vatnajökulsþjóðgarður og mættu nokkrir á þeirra vegum í morgun.

Tilgangurinn með ferðinni til Íslands var að biðja samstarfsaðilana um að prófa forritið og af því var efnt til vinnustofu í FAS. Nemendur í jarðfræði  voru fengnir til að taka þátt í vinnustofunni. Fyrst var sagt frá forritinu og hver tilgangurinn með því er. Því næst var farið yfir nokkur möguleg landform sem er að finna í náttúru svæðisins. Þegar þátttakendur höfðu sett forritið inn í símana sína var þeim skipt í smærri hópa sem fóru á nokkra staði á Höfn og í nágrenni til að prófa forritið. Í lokin hittust hóparnir aftur og báru saman bækur sínar.

Verkefnið gekk vel og nemendur FAS stóðu sig frábærlega. Og vísindafólkið fékk líka margar gagnlegar ábendingar til að betrumbæta forritið. Þegar forritið hefur verið endurbætt er ætlunin að það verði opið fyrir almenning sem getur nýtt það í útivist og gönguferðum. Áhugasamir geta nálgast smáforritið á eftirfarandi slóð: http://citizenmorph.sbg.ac.at/

Eftir vinnustofuna var ákveðið að nota forritið í vettvangsferðum í FAS á næstunni.

[modula id=“9786″]

Aðrar fréttir

Landvarðanám FAS

Landvarðanám FAS

Í byrjun apríl lauk áfanga í landvörslu FAS í blíðskaparveðri í Skaftafelli. Landvarðanámskeið hefur lengi verið námskeið sem skólastjórnendum í FAS hefur langað til að bæta við námsbrautirnar í fjallamennsku en það tókst síðasta haust og nú hefur FAS leyfi til að...

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Frábærum fimm daga vetrarferðamennskuáfanga með Fjallamennskunámi FAS lauk nýverið þar sem við lögðum leið okkar á Fjallabak með viðkomu í Landmannalaugum. Ferðin var farin á ferðaskíðum en þrátt fyrir snjóleysi fengum við fínasta veður til kennslu. Að kenna þennan...

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...