Gróðurreitir FAS á Skeiðarársandi

29.ágú.2019

Í dag var farið í árlega ferð á Skeiðarársand. Tilgangurinn var að vitja fimm gróðurreita sem eru á vegum FAS. Þessir reitir voru settir niður 2009 og er ætíð reynt að fara á sama árstíma til að skoða reitina svo samburður verði sem réttastur. Líkt og áður vorum það nemendur í áfanga sem heitir Inngangur að náttúruvísindum sem fóru í ferðina og sáu um mælingar undir handleiðslu Eyjólfs og Hjördísar í FAS og Kristínar á Náttúrustofu Suðausturlands.
Hver reitur er 25 fermetrar og það er ýmislegt sem þarf að skoða. Það þarf t.d. að áætla gróðurþekju í hverjum reit og einnig að leggja mat á annan gróður. Mesta vinnan er að telja og flokka trjáplöntur innan reitsins en þar er einkum að finna birki, loðvíði og gulvíði. Allar trjáplöntur sem eru hærri en 10 cm eru mældar sérstaklega, bæði hæð og ársvöxtur. Þá er horft eftir rekklum og leitað ummerkja eftir skordýr eða beit.
Auk reitanna fimm eru tvö tré mæld sérstaklega. Þau eru bæði vel yfir þrjá metra á hæð.
Ferðin í dag gekk ljómandi vel og lögðu allir sitt af mörkum til að mælingar gengju sem best. Næstu daga mun verða unnið áfram með upplýsingarnar úr ferðinni og þær notaðar til að bera saman við niðurstöður fyrri ára.

[modula id=“9783″]

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...