FAS stefnir á græna fánann

27.ágú.2019

Katrín Magnúsdóttir og Eyjólfur Guðmundsson staðfesta þátttöku FAS í Grænfánaverkefninu.

Katrín Magnúsdóttir og Eyjólfur Guðmundsson staðfesta þátttöku FAS í Grænfánaverkefninu.

Um miðjan ágúst var námskeið fyrir kennara í FAS. Viðfangsefni námskeiðsins var þema skólaársins sem er neysla og væntanleg þátttaka skólans í verkefni sem kallast Skólar á grænni grein (Eco-Schools), stundum líka kallað Grænfánaverkefnið. Það var Katrín Magnúsdóttir verkefnastjóri hjá Landvernd sem sá um námskeiðið.

Skólar á grænni grein er alþjóðlegt verkefni sem miðar að því að gera þátttakendur fróðari og meðvitaðri um sjálfbærni og umhverfisvernd. Þátttakendur í námskeiðinu skoðuðu mögulega útfærslu á verkefninu þannig að það myndi nást sem bestur árangur í FAS. Það er líka verðugt verkefni að gera alla meðvitaðari um neyslu sína. Það er fátt mikilvægara í dag en að fá fleiri til að draga úr neyslu og minnka sóun. Frekar þarf að huga að endurnýtingu og finna allar mögulegar leiðir til að minnka vistspor sitt. Og þar skipta öll litlu skrefin máli.

Skólar á grænni grein fylgja sjö skrefa ferli sem efla vitund nemenda og starfsmanna allra um umhverfismál. Ef skólinn nær markmiðum sínum fær hann að flagga grænfánanum til tveggja ára og fæst sú viðurkenning endurnýjuð ef skólarnir halda áfram góðu starfi. Nú þurfum við í FAS að taka höndum saman og ná settu marki.

Aðrar fréttir

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Áfanginn hájöklaferðamennska í grunnnámi fjallamennskubrautarinnar fór fram dagana 26. apríl til 1. maí á Öræfajökli. Ákveðið var að fara aðeins aðra leið en hefur verið farin undanfarin ár og lagt af stað upp Svínafellið vestanvert, gengið upp í gegnum Skörð og þaðan...

Landvarðanám FAS

Landvarðanám FAS

Í byrjun apríl lauk áfanga í landvörslu FAS í blíðskaparveðri í Skaftafelli. Landvarðanámskeið hefur lengi verið námskeið sem skólastjórnendum í FAS hefur langað til að bæta við námsbrautirnar í fjallamennsku en það tókst síðasta haust og nú hefur FAS leyfi til að...

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Frábærum fimm daga vetrarferðamennskuáfanga með Fjallamennskunámi FAS lauk nýverið þar sem við lögðum leið okkar á Fjallabak með viðkomu í Landmannalaugum. Ferðin var farin á ferðaskíðum en þrátt fyrir snjóleysi fengum við fínasta veður til kennslu. Að kenna þennan...