Í þriðja og fjórða tíma í dag féll hefðbundin kennsla niður og allir nemendur skólans tóku þátt í ratleik. Þessi leikur var fyrst og fremst til heiðurs nýnemum og viljum við á þann hátt bjóða þá velkomna í skólann. Eldri og yngri nemendum var blandað saman í hópa og hver hópur þurfti að leysa ýmsar þrautir bæði innan húss og utan. Fyrir hverja leysta þraut fá nemendur stig. Sá hópur sigrar sem safnar flestum stigum. Kristján íþróttakennari hafði yfirumsjón með leiknum og mun á næstunni reikna út stigin og tilkynna hverjir báru sigur úr bítum.
Að ratleiknum loknum bauð skólinn upp á grillaða hamborgara og runnu þeir ljúflega niður.
Jólafrí og upphaf vorannar
Í dag lýkur starfi haustannar formlega og allar einkunnir eiga að vera komnar í INNU. Þá er líka komið jólafrí í skólanum sem er örugglega kærkomið hjá flestum. Skólastarf vorannar hefst mánudaginn 6. janúar klukkan 8:30 en þá eiga nemendur að mæta hjá...