Nýnemahátíð í FAS

22.ágú.2019

Þessir piltungar tóku vel til matar síns.
Þessir piltungar tóku vel til matar síns.

Þessir piltungar tóku vel til matar síns.

Í þriðja og fjórða tíma í dag féll hefðbundin kennsla niður og allir nemendur skólans tóku þátt í ratleik. Þessi leikur var fyrst og fremst til heiðurs nýnemum og viljum við á þann hátt bjóða þá velkomna í skólann. Eldri og yngri nemendum var blandað saman í hópa og hver hópur þurfti að leysa ýmsar þrautir bæði innan húss og utan. Fyrir hverja leysta þraut fá nemendur stig. Sá hópur sigrar sem safnar flestum stigum. Kristján íþróttakennari hafði yfirumsjón með leiknum og mun á næstunni reikna út stigin og tilkynna hverjir báru sigur úr bítum.
Að ratleiknum loknum bauð skólinn upp á grillaða hamborgara og runnu þeir ljúflega niður.

Aðrar fréttir

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Áfanginn hájöklaferðamennska í grunnnámi fjallamennskubrautarinnar fór fram dagana 26. apríl til 1. maí á Öræfajökli. Ákveðið var að fara aðeins aðra leið en hefur verið farin undanfarin ár og lagt af stað upp Svínafellið vestanvert, gengið upp í gegnum Skörð og þaðan...

Landvarðanám FAS

Landvarðanám FAS

Í byrjun apríl lauk áfanga í landvörslu FAS í blíðskaparveðri í Skaftafelli. Landvarðanámskeið hefur lengi verið námskeið sem skólastjórnendum í FAS hefur langað til að bæta við námsbrautirnar í fjallamennsku en það tókst síðasta haust og nú hefur FAS leyfi til að...

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Frábærum fimm daga vetrarferðamennskuáfanga með Fjallamennskunámi FAS lauk nýverið þar sem við lögðum leið okkar á Fjallabak með viðkomu í Landmannalaugum. Ferðin var farin á ferðaskíðum en þrátt fyrir snjóleysi fengum við fínasta veður til kennslu. Að kenna þennan...