Nýnemahátíð í FAS

22.ágú.2019

Þessir piltungar tóku vel til matar síns.
Þessir piltungar tóku vel til matar síns.

Þessir piltungar tóku vel til matar síns.

Í þriðja og fjórða tíma í dag féll hefðbundin kennsla niður og allir nemendur skólans tóku þátt í ratleik. Þessi leikur var fyrst og fremst til heiðurs nýnemum og viljum við á þann hátt bjóða þá velkomna í skólann. Eldri og yngri nemendum var blandað saman í hópa og hver hópur þurfti að leysa ýmsar þrautir bæði innan húss og utan. Fyrir hverja leysta þraut fá nemendur stig. Sá hópur sigrar sem safnar flestum stigum. Kristján íþróttakennari hafði yfirumsjón með leiknum og mun á næstunni reikna út stigin og tilkynna hverjir báru sigur úr bítum.
Að ratleiknum loknum bauð skólinn upp á grillaða hamborgara og runnu þeir ljúflega niður.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...