Skólastarf haustannarinnar hófst formlega í FAS í morgun með skólasetningu og í kjölfarið voru umsjónarfundir. Þar fengu nemendur helstu upplýsingar sem varða námið. Þeir sem ekki komust í dag geta skoðað stundatöfluna sína inni á INNU. Þar er einnig að finna upplýsingar um námsefni í hverjum áfanga.
Kennsla hefst svo í fyrramálið samkvæmt stundaskrá. Við leggjum mikla áherslu á að nemendur mæti vel og vinni jafnt og þétt. Þannig næst bestur árangur.
Ef það skyldu enn vera einhverjir að velta fyrir sér að fara í nám að þá er þeim bent á að skoða áætlun um námsframboð hér. Tekið er við skráningum í nám til og með 26. ágúst og umsóknareyðublað er á finna á heimsíðu skólans.
Hájöklaferð í fjallamennskunáminu
Áfanginn hájöklaferðamennska í grunnnámi fjallamennskubrautarinnar fór fram dagana 26. apríl til 1. maí á Öræfajökli. Ákveðið var að fara aðeins aðra leið en hefur verið farin undanfarin ár og lagt af stað upp Svínafellið vestanvert, gengið upp í gegnum Skörð og þaðan...