Haustönn 2019

13.jún.2019

Nú er skólastarfi vorannarinnar að ljúka og starfsmenn að tínast í sumarfrí. Skrifstofa skólans verður lokuð frá 19. júní til 7. ágúst.
Skólastarf haustannar hefst formlega með skólasetningu þann 20. ágúst klukkan 10 í fyrirlestrasal Nýheima. Í kjölfarið verður umsjónarfundur þar sem verður farið mikilvægustu skipulagsatriði annarinnar. Kennsla hefst svo samkvæmt stundaskrá 21. ágúst.
Upplýsingar um bækur og námsgögn er að finna í Innu og einnig í kennsluáætlunum fyrir hvern áfanga.
Enn er tekið við skráningum í skólann. Skráingarblað og upplýsingar um námsframboð er á vef skólans. Ef nauðsyn ber til er hægt að hafa samband við skólameistara. Netfang hans er eyjo@fas.is og símanúmer 860 29 58.

Bestu óskir um gleðilegt og gott sumar.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...