Haustönn 2019

13.jún.2019

Nú er skólastarfi vorannarinnar að ljúka og starfsmenn að tínast í sumarfrí. Skrifstofa skólans verður lokuð frá 19. júní til 7. ágúst.
Skólastarf haustannar hefst formlega með skólasetningu þann 20. ágúst klukkan 10 í fyrirlestrasal Nýheima. Í kjölfarið verður umsjónarfundur þar sem verður farið mikilvægustu skipulagsatriði annarinnar. Kennsla hefst svo samkvæmt stundaskrá 21. ágúst.
Upplýsingar um bækur og námsgögn er að finna í Innu og einnig í kennsluáætlunum fyrir hvern áfanga.
Enn er tekið við skráningum í skólann. Skráingarblað og upplýsingar um námsframboð er á vef skólans. Ef nauðsyn ber til er hægt að hafa samband við skólameistara. Netfang hans er eyjo@fas.is og símanúmer 860 29 58.

Bestu óskir um gleðilegt og gott sumar.

Aðrar fréttir

Jólafrí og upphaf vorannar

Jólafrí og upphaf vorannar

Í dag lýkur starfi haustannar formlega og allar einkunnir eiga að vera komnar í INNU. Þá er líka komið jólafrí í skólanum sem er örugglega kærkomið hjá flestum. Skólastarf vorannar hefst mánudaginn 6. janúar klukkan 8:30 en þá eiga nemendur að mæta hjá...

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...