Nú er skólastarfi vorannarinnar að ljúka og starfsmenn að tínast í sumarfrí. Skrifstofa skólans verður lokuð frá 19. júní til 7. ágúst.
Skólastarf haustannar hefst formlega með skólasetningu þann 20. ágúst klukkan 10 í fyrirlestrasal Nýheima. Í kjölfarið verður umsjónarfundur þar sem verður farið mikilvægustu skipulagsatriði annarinnar. Kennsla hefst svo samkvæmt stundaskrá 21. ágúst.
Upplýsingar um bækur og námsgögn er að finna í Innu og einnig í kennsluáætlunum fyrir hvern áfanga.
Enn er tekið við skráningum í skólann. Skráingarblað og upplýsingar um námsframboð er á vef skólans. Ef nauðsyn ber til er hægt að hafa samband við skólameistara. Netfang hans er eyjo@fas.is og símanúmer 860 29 58.
Bestu óskir um gleðilegt og gott sumar.