Útskrift frá FAS

25.maí.2019

Útskrift frá FAS 2019.

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifuðust 20 stúdentar, einn nemandi lýkur námi í fjallamennsku, tveir nemendur ljúka framhaldsskólaprófi, einn útskrifast af fisktæknibraut, einn nemandi útskrifast úr tækniteiknun og einn nemandi lýkur A stigi vélstjórnar.
Nýstúdentar eru: Aleksandra Wieslawa Ksepko, Arnar Ingi Jónsson, Arndís Ósk Magnúsdóttir, Birkir Atli Einarsson, Birkir Fannar Brynjúlfsson, Brandur Ingi Stefánsson, Bryndís Arna Halldórsdóttir, Díana Sóldís Einarsdóttir, Guðrún Ása Aðalsteinsdóttir, Halldór Hrannar Brynjúlfsson, Hákon Guðröður Bjarnason, Íris Björk Rabanes, Ísar Svan Gautason, Kristján Vilhelm Gunnarsson, Óttar Már Einarsson, Sóley Lóa Eymundsdóttir, Svandís Perla Snæbjörnsdóttir, Sævar Ingi Ásgeirsson, Viktor Örn Einarsson og Wiktoria Anna Darnowska.

Sigjón Atli Ragnheiðarson lýkur námi í fjallamennsku. Kolbeinn Benedikt Guðjónsson og Kristofer Hernandez útskrifast af framhaldsskólabraut. Katrín Soffía Guðmundsdóttir útskrifast af fisktæknibraut. Helga Sveinbjörnsdóttir lýkur námi í tækniteiknun og Þórir Kristinn Olgeirsson lýkur A stigi vélstjórnar.
Bestum árangri á stúdentsprófi að þessu sinni náði Arndís Ósk Magnúsdóttir.

Starfsfólk FAS óskar útskriftarnemendum öllum til hamingju með áfangann og óskar þeim gæfu og gengis í framtíðinni.

Aðrar fréttir

Jólafrí og upphaf vorannar

Jólafrí og upphaf vorannar

Í dag lýkur starfi haustannar formlega og allar einkunnir eiga að vera komnar í INNU. Þá er líka komið jólafrí í skólanum sem er örugglega kærkomið hjá flestum. Skólastarf vorannar hefst mánudaginn 6. janúar klukkan 8:30 en þá eiga nemendur að mæta hjá...

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...