Nóg að gera í lok annar

05.maí.2025

Nú er upp runnin síðasta heila kennsluvika annarinnar og mikið um að vera. Nemendur eru í óða önn að leggja lokahönd á vinnu sína í skólanum.

Á miðvikudag munu nemendur í áfanganum Hönnun og nýsköpun kynna Graffíl listahátíð sem þau eru að vinna að ásamt fleiri verkefnum sem hafa verið unnin á önninni. Á sama tíma verða nemendur á starfsbraut með kynningu á verkefni um eyjarnar í Hornafirði. Kynningarnar verða í stofu 202 á milli klukkan 14:30 og 15:30. Það væri gaman að sjá sem flesta á miðvikudag.

Á fimmtudag kynna væntanleg stúdentsefni lokaverkefni sín í FAS. Kynningin fer fram í fyrirlestrasal Nýheima og hefst klukkan 13:15. Umfjöllunarefni eru mjög fjölbreytt að þessu sinni. Það má t.d. nefna áhrif ferðaþjónustu á Hornafjörð, skjánotkun barna, lífsstílsverkefni, prjónamenningu á Íslandi og hönnun kennslurýma. Við hvetjum sem flesta til að koma og fylgjast með þessum mikilvæga lokaspretti nemenda við skólann.

Síðasti kennsludagur annarinnar er fimmtudagurinn 15. maí. Lokamatssamtöl hefjast svo strax þann 16. maí og gert er ráð fyrir að þeim ljúki 22. maí. Útskrift nemenda verður laugardaginn 24. maí klukkan 12:30 og útskrift verður úr fjallamennskunámi föstudaginn 30. maí.

Aðrar fréttir

Landvarðanám FAS

Landvarðanám FAS

Í byrjun apríl lauk áfanga í landvörslu FAS í blíðskaparveðri í Skaftafelli. Landvarðanámskeið hefur lengi verið námskeið sem skólastjórnendum í FAS hefur langað til að bæta við námsbrautirnar í fjallamennsku en það tókst síðasta haust og nú hefur FAS leyfi til að...

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Frábærum fimm daga vetrarferðamennskuáfanga með Fjallamennskunámi FAS lauk nýverið þar sem við lögðum leið okkar á Fjallabak með viðkomu í Landmannalaugum. Ferðin var farin á ferðaskíðum en þrátt fyrir snjóleysi fengum við fínasta veður til kennslu. Að kenna þennan...

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...