Kókómjólk vinsæl í FAS

10.maí.2019

Í morgunsárið mátti sjá kæna ketti á ferð á Höfn og eftir að hafa farið um bæinn lá leiðin í Nýheima. Þetta var stór hluti væntanlegra útskriftarnemenda í FAS sem eru að gera sér dagamun því í dag er síðasti kennsludagur annarinnar. Hópurinn hefur greinilega mikið dálæti á kókómjólk og hefur Klóa sem fyrirmynd því þau hafa í dag tileinkað sér klæðaburð hans. Og að sjálfsögðu drekka þau kókómjólk.

Undanfarin ár hefur skólinn boðið væntanlegum útskriftarnemum og kennurum í morgunverð á þessum degi. Hún Dísa okkar í kaffiteríunni var búin að töfra fram alls kyns gómsætar kræsingar sem voru gerð góð skil. Við þetta tilefni er líka skólasöngur FAS æfður en hann verður að sjálfsögðu sunginn við útskrift.

[modula id=“9780″]

Aðrar fréttir

Nóg að gera í lok annar

Nóg að gera í lok annar

Nú er upp runnin síðasta heila kennsluvika annarinnar og mikið um að vera. Nemendur eru í óða önn að leggja lokahönd á vinnu sína í skólanum. Á miðvikudag munu nemendur í áfanganum Hönnun og nýsköpun kynna Graffíl listahátíð sem þau eru að vinna að ásamt fleiri...

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Áfanginn hájöklaferðamennska í grunnnámi fjallamennskubrautarinnar fór fram dagana 26. apríl til 1. maí á Öræfajökli. Ákveðið var að fara aðeins aðra leið en hefur verið farin undanfarin ár og lagt af stað upp Svínafellið vestanvert, gengið upp í gegnum Skörð og þaðan...

Landvarðanám FAS

Landvarðanám FAS

Í byrjun apríl lauk áfanga í landvörslu FAS í blíðskaparveðri í Skaftafelli. Landvarðanámskeið hefur lengi verið námskeið sem skólastjórnendum í FAS hefur langað til að bæta við námsbrautirnar í fjallamennsku en það tókst síðasta haust og nú hefur FAS leyfi til að...