Í morgunsárið mátti sjá kæna ketti á ferð á Höfn og eftir að hafa farið um bæinn lá leiðin í Nýheima. Þetta var stór hluti væntanlegra útskriftarnemenda í FAS sem eru að gera sér dagamun því í dag er síðasti kennsludagur annarinnar. Hópurinn hefur greinilega mikið dálæti á kókómjólk og hefur Klóa sem fyrirmynd því þau hafa í dag tileinkað sér klæðaburð hans. Og að sjálfsögðu drekka þau kókómjólk.
Undanfarin ár hefur skólinn boðið væntanlegum útskriftarnemum og kennurum í morgunverð á þessum degi. Hún Dísa okkar í kaffiteríunni var búin að töfra fram alls kyns gómsætar kræsingar sem voru gerð góð skil. Við þetta tilefni er líka skólasöngur FAS æfður en hann verður að sjálfsögðu sunginn við útskrift.
[modula id=“9780″]