Kókómjólk vinsæl í FAS

10.maí.2019

Í morgunsárið mátti sjá kæna ketti á ferð á Höfn og eftir að hafa farið um bæinn lá leiðin í Nýheima. Þetta var stór hluti væntanlegra útskriftarnemenda í FAS sem eru að gera sér dagamun því í dag er síðasti kennsludagur annarinnar. Hópurinn hefur greinilega mikið dálæti á kókómjólk og hefur Klóa sem fyrirmynd því þau hafa í dag tileinkað sér klæðaburð hans. Og að sjálfsögðu drekka þau kókómjólk.

Undanfarin ár hefur skólinn boðið væntanlegum útskriftarnemum og kennurum í morgunverð á þessum degi. Hún Dísa okkar í kaffiteríunni var búin að töfra fram alls kyns gómsætar kræsingar sem voru gerð góð skil. Við þetta tilefni er líka skólasöngur FAS æfður en hann verður að sjálfsögðu sunginn við útskrift.

[modula id=“9780″]

Aðrar fréttir

Jólafrí og upphaf vorannar

Jólafrí og upphaf vorannar

Í dag lýkur starfi haustannar formlega og allar einkunnir eiga að vera komnar í INNU. Þá er líka komið jólafrí í skólanum sem er örugglega kærkomið hjá flestum. Skólastarf vorannar hefst mánudaginn 6. janúar klukkan 8:30 en þá eiga nemendur að mæta hjá...

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...