Kynningar í verkefnaáfanga

08.maí.2019

Nemendur í verkefnaáfanga vorið 2019. Frá vinstri: Wiktoria Anna Darnowska, Óttar Már Einarsson, Kristján Vilhelm Gunnarsson, Ísar Svan Gautason, Guðrún Ása Aðalsteinsdóttir, Fjóla Hrafnkelsdóttir, Díana Sóldís Einarsdóttir, Brandur Ingi Stefánsson, Arnar Ingi Jónsson og Aleksandra Wieslawa Ksepko.

Nemendur sem eru komnir langt í námi þurfa að taka áfanga sem heitir Verkefnaáfangi og er þetta fyrir marga eitt af síðustu verkefnum sem þeir vinna í FAS. Þetta geta verið rannsóknarverkefni, megindleg eða eigindleg en einnig eru dæmi um hönnun eða jafnvel stuttmynd.
Í dag var komið að því að nemendur áfangans kynntu verkefni sín. Og eins og áður var verkefnavalið og vinnuaðferðirnar fjölbreytt. Þannig mátti sjá heimildaverkefni, rannsóknarverkefni og svo umfjöllun um stuttmynd en hún verður sýnd í fyrirlestrasal Nýheima annað kvöld, fimmtudaginn 9. maí og hefst sýningin klukkan 20 og er öllum sem vilja boðið á sýninguna.
Eins og svo oft áður tókust kynningarnar ljómandi vel og krakkarnir stóðu sig frábærlega. Víst er að nú er mörgum þeirra létt yfir því að kynningunum sé lokið.

Aðrar fréttir

Nóg að gera í lok annar

Nóg að gera í lok annar

Nú er upp runnin síðasta heila kennsluvika annarinnar og mikið um að vera. Nemendur eru í óða önn að leggja lokahönd á vinnu sína í skólanum. Á miðvikudag munu nemendur í áfanganum Hönnun og nýsköpun kynna Graffíl listahátíð sem þau eru að vinna að ásamt fleiri...

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Áfanginn hájöklaferðamennska í grunnnámi fjallamennskubrautarinnar fór fram dagana 26. apríl til 1. maí á Öræfajökli. Ákveðið var að fara aðeins aðra leið en hefur verið farin undanfarin ár og lagt af stað upp Svínafellið vestanvert, gengið upp í gegnum Skörð og þaðan...

Landvarðanám FAS

Landvarðanám FAS

Í byrjun apríl lauk áfanga í landvörslu FAS í blíðskaparveðri í Skaftafelli. Landvarðanámskeið hefur lengi verið námskeið sem skólastjórnendum í FAS hefur langað til að bæta við námsbrautirnar í fjallamennsku en það tókst síðasta haust og nú hefur FAS leyfi til að...