Nemendur sem eru komnir langt í námi þurfa að taka áfanga sem heitir Verkefnaáfangi og er þetta fyrir marga eitt af síðustu verkefnum sem þeir vinna í FAS. Þetta geta verið rannsóknarverkefni, megindleg eða eigindleg en einnig eru dæmi um hönnun eða jafnvel stuttmynd.
Í dag var komið að því að nemendur áfangans kynntu verkefni sín. Og eins og áður var verkefnavalið og vinnuaðferðirnar fjölbreytt. Þannig mátti sjá heimildaverkefni, rannsóknarverkefni og svo umfjöllun um stuttmynd en hún verður sýnd í fyrirlestrasal Nýheima annað kvöld, fimmtudaginn 9. maí og hefst sýningin klukkan 20 og er öllum sem vilja boðið á sýninguna.
Eins og svo oft áður tókust kynningarnar ljómandi vel og krakkarnir stóðu sig frábærlega. Víst er að nú er mörgum þeirra létt yfir því að kynningunum sé lokið.
Jólafrí og upphaf vorannar
Í dag lýkur starfi haustannar formlega og allar einkunnir eiga að vera komnar í INNU. Þá er líka komið jólafrí í skólanum sem er örugglega kærkomið hjá flestum. Skólastarf vorannar hefst mánudaginn 6. janúar klukkan 8:30 en þá eiga nemendur að mæta hjá...