Kynningar í verkefnaáfanga

08.maí.2019

Nemendur í verkefnaáfanga vorið 2019. Frá vinstri: Wiktoria Anna Darnowska, Óttar Már Einarsson, Kristján Vilhelm Gunnarsson, Ísar Svan Gautason, Guðrún Ása Aðalsteinsdóttir, Fjóla Hrafnkelsdóttir, Díana Sóldís Einarsdóttir, Brandur Ingi Stefánsson, Arnar Ingi Jónsson og Aleksandra Wieslawa Ksepko.

Nemendur sem eru komnir langt í námi þurfa að taka áfanga sem heitir Verkefnaáfangi og er þetta fyrir marga eitt af síðustu verkefnum sem þeir vinna í FAS. Þetta geta verið rannsóknarverkefni, megindleg eða eigindleg en einnig eru dæmi um hönnun eða jafnvel stuttmynd.
Í dag var komið að því að nemendur áfangans kynntu verkefni sín. Og eins og áður var verkefnavalið og vinnuaðferðirnar fjölbreytt. Þannig mátti sjá heimildaverkefni, rannsóknarverkefni og svo umfjöllun um stuttmynd en hún verður sýnd í fyrirlestrasal Nýheima annað kvöld, fimmtudaginn 9. maí og hefst sýningin klukkan 20 og er öllum sem vilja boðið á sýninguna.
Eins og svo oft áður tókust kynningarnar ljómandi vel og krakkarnir stóðu sig frábærlega. Víst er að nú er mörgum þeirra létt yfir því að kynningunum sé lokið.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...