Í dag var komið að síðasta uppbroti annarinnar í FAS. Til okkar mætti Katrín Oddsdóttir lögfræðingur sem er formaður Stjórnarskrárfélags Íslands. Hún fjallaði um nýja stjórnarskrá og þátttökulýðræði. Sérstaklega lagði hún áherslu á virkni hvers og eins í sínu nærsamfélagi.
Í kjölfarið á innleggi Katrínar var haldinn nemendafundur þar sem safnað var saman hugmyndum að því sem nemendur vilja sjá gerast í félagsstarfi skólans á næsta skólaári. Í lok fundar kusu nemendur sér stjórn fyrir næsta skólaár. Það eru þær Ingunn Ósk, Íris Mist og Vigdís María sem ætla að leiða nemendafélag FAS á næsta ári. Það verður gaman að fylgjast með störfum þeirra á næsta ári.
Nóg að gera í lok annar
Nú er upp runnin síðasta heila kennsluvika annarinnar og mikið um að vera. Nemendur eru í óða önn að leggja lokahönd á vinnu sína í skólanum. Á miðvikudag munu nemendur í áfanganum Hönnun og nýsköpun kynna Graffíl listahátíð sem þau eru að vinna að ásamt fleiri...