Nemendafundur í FAS

06.maí.2019

Hugmyndavinna hjá nemendum.

Í dag var komið að síðasta uppbroti annarinnar í FAS. Til okkar mætti Katrín Oddsdóttir lögfræðingur sem er formaður Stjórnarskrárfélags Íslands. Hún fjallaði um nýja stjórnarskrá og þátttökulýðræði. Sérstaklega lagði hún áherslu á virkni hvers og eins í sínu nærsamfélagi.
Í kjölfarið á innleggi Katrínar var haldinn nemendafundur þar sem safnað var saman hugmyndum að því sem nemendur vilja sjá gerast í félagsstarfi skólans á næsta skólaári. Í lok fundar kusu nemendur sér stjórn fyrir næsta skólaár. Það eru þær Ingunn Ósk, Íris Mist og Vigdís María sem ætla að leiða nemendafélag FAS á næsta ári. Það verður gaman að fylgjast með störfum þeirra á næsta ári.

Aðrar fréttir

Jólafrí og upphaf vorannar

Jólafrí og upphaf vorannar

Í dag lýkur starfi haustannar formlega og allar einkunnir eiga að vera komnar í INNU. Þá er líka komið jólafrí í skólanum sem er örugglega kærkomið hjá flestum. Skólastarf vorannar hefst mánudaginn 6. janúar klukkan 8:30 en þá eiga nemendur að mæta hjá...

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...