Í dag var komið að síðasta uppbroti annarinnar í FAS. Til okkar mætti Katrín Oddsdóttir lögfræðingur sem er formaður Stjórnarskrárfélags Íslands. Hún fjallaði um nýja stjórnarskrá og þátttökulýðræði. Sérstaklega lagði hún áherslu á virkni hvers og eins í sínu nærsamfélagi.
Í kjölfarið á innleggi Katrínar var haldinn nemendafundur þar sem safnað var saman hugmyndum að því sem nemendur vilja sjá gerast í félagsstarfi skólans á næsta skólaári. Í lok fundar kusu nemendur sér stjórn fyrir næsta skólaár. Það eru þær Ingunn Ósk, Íris Mist og Vigdís María sem ætla að leiða nemendafélag FAS á næsta ári. Það verður gaman að fylgjast með störfum þeirra á næsta ári.
Jólafrí og upphaf vorannar
Í dag lýkur starfi haustannar formlega og allar einkunnir eiga að vera komnar í INNU. Þá er líka komið jólafrí í skólanum sem er örugglega kærkomið hjá flestum. Skólastarf vorannar hefst mánudaginn 6. janúar klukkan 8:30 en þá eiga nemendur að mæta hjá...