Nemendafundur í FAS

06.maí.2019

Hugmyndavinna hjá nemendum.

Í dag var komið að síðasta uppbroti annarinnar í FAS. Til okkar mætti Katrín Oddsdóttir lögfræðingur sem er formaður Stjórnarskrárfélags Íslands. Hún fjallaði um nýja stjórnarskrá og þátttökulýðræði. Sérstaklega lagði hún áherslu á virkni hvers og eins í sínu nærsamfélagi.
Í kjölfarið á innleggi Katrínar var haldinn nemendafundur þar sem safnað var saman hugmyndum að því sem nemendur vilja sjá gerast í félagsstarfi skólans á næsta skólaári. Í lok fundar kusu nemendur sér stjórn fyrir næsta skólaár. Það eru þær Ingunn Ósk, Íris Mist og Vigdís María sem ætla að leiða nemendafélag FAS á næsta ári. Það verður gaman að fylgjast með störfum þeirra á næsta ári.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...