Í hádeginu í dag, föstudag 3. maí safnaðist töluverður fjöldi fólks saman á tröppum ráðhússins á Höfn til að vekja athygli á stöðu loftslagsmála. Þessi viðburður var á vegum einstaklinga úr Ungmennaráði Hornafjarðar en undanfarið hefur ungt fólk haft frumkvæði að því mótmæla af þessu tagi víða um heim.
Upphaflega var miðað við að nemendur úr Heppuskóla og FAS mættu á viðburðinn en þátttakendur voru á öllum aldri sem er náttúrulega frábært. Margir báru kröfuspjöld með slagorðum.
Íris Mist úr FAS og varaformaður Ungmennaráðs opnaði mótmælin með ræðu og Tómas Nói úr Heppuskóla var með gjallarhorn og stjórnaði slagorðum. Þá flutti Kristín Hermannsdóttir ræðu fyrir hönd Umhverfissamtaka Austur-Skaftafellssýslu. Í máli hennar kom fram mikilvægi þess að vera meðvitaður um eigin neyslu og að allir beri ábyrgð á stöðu mála. Í lokin flutti Dagmar Lilja lagið „Isn’t she lovely“ með Stevie Wonder.
Þeir sem áttu frumkvæði að viðburðinum eru afar sáttir og það er ekki ólíklegt að það verði framhald á mótmælunum enda er þetta mál sem skiptir alla miklu til framtíðar.
Nóg að gera í lok annar
Nú er upp runnin síðasta heila kennsluvika annarinnar og mikið um að vera. Nemendur eru í óða önn að leggja lokahönd á vinnu sína í skólanum. Á miðvikudag munu nemendur í áfanganum Hönnun og nýsköpun kynna Graffíl listahátíð sem þau eru að vinna að ásamt fleiri...