Fjallaferð 2

24.apr.2019

Dagana 18. – 23. mars voru nemendur í námsskeiðinu Fjallaferð 2 en það er seinni hluti áfangans fjallaferðir, þar sem áhersla er lögð á vetrarferðir og fjallgöngur að vetri til. Námskeiðið var kennt út frá Höfn. Fyrsta daginn hittist hópurinn í skólastofu í FAS og nýtti fyrri part dagsins til að fara yfir ýmis atriði. Eftir hádegið hélt hópurinn svo upp í Bergárdal þar sem gengið var um á snjóþrúgum, farið var yfir hvernig gott er að ferðast í bröttum snjóbrekkum og ísaxarbremsa æfð.

Dagur tvö fór að mestu leyti í að undirbúa búnað og mat fyrir tveggja nátta ferð sem halda átti í seinna í vikunni. Þegar því var lokið fór hópurinn nokkurs konar klöngurferð í Grjótárgil á Mýrum.
Að morgni þriðja dags lagði hópurinn upp í þriggja daga ferð. Keyrt var frá Höfn upp að byrjun „gömlu leiðarinnar“ upp á Skálafellsjökul. Þaðan gekk hópurinn svo á snjóþrúgum og skiptist á að draga púlkur/sleða með búnaði og vistum. Nóttinni var svo eytt í tjaldi nokkra metra inn á jöklinum í um 550 metra hæð. Töluverður skafrenningur og rok var um nóttina og undir morgun fór frostið í um -9°C.

Á fjórða degi tók hópurinn niður tjöldin og hélt um 2 km spöl upp á jökulinn. Þar var hæðin orðin um 700 metrar og þar gróf hópurinn sér  nokkur snjóhús/skýli til að gista í. Undir kvöld þegar til stóð að fara að koma sér í svefnpokana í snjóhúsunum ákvað hópurinn að hætta við að gista þar sem spáð var aftaka veðri seinni part nætur. Hópurinn dreif sig því til baka og var kominn á Höfn um ellefu um kvöldið.

Fimmti og síðasti dagurinn fór því í að ganga frá búnaði í FAS og fara yfir lærdóm vikunnar.
Kennari Fjallaferðar 2 var Einar Rúnar Sigurðsson og tók hann flestar af meðfylgjandi myndum. Hægt er að skoða fleiri myndir á fésbókarsíðu fjallanámsins.

[modula id=“9779″]

Aðrar fréttir

Jólafrí og upphaf vorannar

Jólafrí og upphaf vorannar

Í dag lýkur starfi haustannar formlega og allar einkunnir eiga að vera komnar í INNU. Þá er líka komið jólafrí í skólanum sem er örugglega kærkomið hjá flestum. Skólastarf vorannar hefst mánudaginn 6. janúar klukkan 8:30 en þá eiga nemendur að mæta hjá...

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...