Samstarf um afreksíþróttir

11.apr.2019

Forsvarsmenn afreksíþrótta hjá Sindra og FAS.

Mánudaginn 8. apríl var undirritaður samstarfsamningur á milli Sindra og FAS. Þessi samningur kveður á um að efla afreksíþróttastarf í Sveitarfélaginu Hornafirði. Markmiðið er að gefa þeim sem stunda skipulagðar æfingar í tilteknum íþróttum tækifæri til að tvinna saman íþróttir og nám. Sindri heldur utan um æfingar viðkomandi nemenda en FAS um námið. Hver nemandi sem ákveður að taka þátt þarf að skrifa undir samning ásamt þjálfara frá Sindra og íþróttakennara í FAS og þar er kveðið á um skyldur sem þarf að uppfylla.
Þessi samstarfssamningur er mikið gleðiefni því hjá okkur í FAS eru nemendur sem hafa mikinn metnað í íþróttum og standa sig vel, t.d. í fótbolta og körfubolta. Engu að síður vilja þeir stunda nám í FAS.
Nú þegar hafa sjö nemendur ákveðið að taka þennan áfanga sem tvinnar saman íþróttir og nám.

Aðrar fréttir

Nóg að gera í lok annar

Nóg að gera í lok annar

Nú er upp runnin síðasta heila kennsluvika annarinnar og mikið um að vera. Nemendur eru í óða önn að leggja lokahönd á vinnu sína í skólanum. Á miðvikudag munu nemendur í áfanganum Hönnun og nýsköpun kynna Graffíl listahátíð sem þau eru að vinna að ásamt fleiri...

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Áfanginn hájöklaferðamennska í grunnnámi fjallamennskubrautarinnar fór fram dagana 26. apríl til 1. maí á Öræfajökli. Ákveðið var að fara aðeins aðra leið en hefur verið farin undanfarin ár og lagt af stað upp Svínafellið vestanvert, gengið upp í gegnum Skörð og þaðan...

Landvarðanám FAS

Landvarðanám FAS

Í byrjun apríl lauk áfanga í landvörslu FAS í blíðskaparveðri í Skaftafelli. Landvarðanámskeið hefur lengi verið námskeið sem skólastjórnendum í FAS hefur langað til að bæta við námsbrautirnar í fjallamennsku en það tókst síðasta haust og nú hefur FAS leyfi til að...