Í gær bauð FAS foreldrum í súpu og spjall á Nýtorgi. Tilgangurinn var að fá foreldra og aðstandendur til að koma í skólann og setjast niður með nemendum og starfsfólki og ræða um skólann og lífið og tilveruna. Við höfum áður efnt til slíkra funda en fyrri fundir hafa tekist ljómandi vel þar sem ákveðin mál hafa verið rædd en okkur finnst mikilvægt að fá að heyra sem flest sjónarmið.
Það var ekki neitt sérstakt umræðuefni á fundinum í gær en margt bar á góma. Það kom t.d. fram að það ríkir almenn ánægja með veitingasöluna í vetur og er vonast eftir því að hún verði með svipuðu fyrirkomulagi áfram. Þá heyrðist líka að gott sé að hafa heimavist fyrir þá sem eiga langt að. Þá bar umhverfismál á góma, bæði hvað varðar rusl og plastmengun og eins loftlagsbreytingar. En svo er líka greinilegt að fólki finnst fínt að farið sé að styttast í páskafrí.
Takk öll sem komuð og vonandi sjáumst við á fleiri svona fundum
Jólafrí og upphaf vorannar
Í dag lýkur starfi haustannar formlega og allar einkunnir eiga að vera komnar í INNU. Þá er líka komið jólafrí í skólanum sem er örugglega kærkomið hjá flestum. Skólastarf vorannar hefst mánudaginn 6. janúar klukkan 8:30 en þá eiga nemendur að mæta hjá...