Súpufundur í FAS

10.apr.2019

Súpufundur – 9. apríl – hluti fundargesta.

Í gær bauð FAS foreldrum í súpu og spjall á Nýtorgi. Tilgangurinn var að fá foreldra og aðstandendur til að koma í skólann og setjast niður með nemendum og starfsfólki og ræða um skólann og lífið og tilveruna. Við höfum áður efnt til slíkra funda en fyrri fundir hafa tekist ljómandi vel þar sem ákveðin mál hafa verið rædd en okkur finnst mikilvægt að fá að heyra sem flest sjónarmið.
Það var ekki neitt sérstakt umræðuefni á fundinum í gær en margt bar á góma. Það kom t.d. fram að það ríkir almenn ánægja með veitingasöluna í vetur og er vonast eftir því að hún verði með svipuðu fyrirkomulagi áfram. Þá heyrðist líka að gott sé að hafa heimavist fyrir þá sem eiga langt að. Þá bar umhverfismál á góma, bæði hvað varðar rusl og plastmengun og eins loftlagsbreytingar. En svo er líka greinilegt að fólki finnst fínt að farið sé að styttast í páskafrí.
Takk öll sem komuð og vonandi sjáumst við á fleiri svona fundum

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...