Nemendur FAS kynnast menningu Grikklands

09.apr.2019

Nemendur FAS eru þátttakendur í Evrópu verkefninu „Cultural heritage in the context of students’ careers“ þar sem nemendur ólíkra landa kynna menningu og ferðamennsku á sínu heimasvæði.
Þann 31. mars fóru fjórir nemendur í viku ferð til Trikala í Grikklandi. Fyrsta stopp var í Aþenu þar sem hópurinn hitti nemendur og kennara frá Eistlandi, Lettlandi og Ítalíu. Farið var á Akrópólis, eða Háborg eins og nafnið mundi hljóma á íslensku, Akró = uppi, hátt, hátt uppi. Pólis = borg. Þar var saga þessarar ótrúlegu mannvirkja kynnt fyrir hópnum.
Frá Aþenu var síðan farið með rútu í fimm klukkustunda ferð inn í landið til Trikala en þar er fimmti samstarfsskóli verkefnisins staðsettur. Trikala er landsvæði þar sem um 80 þúsund manns búa, í einstakri náttúrufegurð þar sem Kósakafjöllin bera við himin í norðri. Í þessari borg fæddist gríski guð lyfjafræðinnar, Asklipios. Þar er ákaflega falleg brú hönnuð af sama arkitekt og hannaði Eiffelturninn í París en náttúruundrið „Meteora“ er kannski það allra þekktasta á svæðinu. Þetta eru há sandsteinafjöll en á tindum þeirra hafa verið byggð klaustur. Hópurinn gekk um fjöllin þar sem komið var að stærsta klaustrinu, sem kennt er við heilagan Stefán. Þar fengu nemendur að ganga um sali klaustursins.
Samverustundir, kvöldvaka og grill hátíð er stór hluti af skipulagi heimsókna í þessu verkefni.
Nemendur sofa í heimahúsum og fengu íslensku krakkarnir einstaklega góðan vitnisburð frá gestgjöfum sínum. Hornfirðingar mega vera stoltir af framlagi nemenda FAS.
Fyrstu vikuna í október í haust munu þátttakendur í verkefninu koma til Hornafjarðar og verður gaman að kynna náttúru, sögu, og menningu landsins fyrir nemendum Grikklands, Ítalíu, Eistlands og Litháen.

[modula id=“9777″]

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...