Góðir gestir frá Danmörku

29.mar.2019

God nabo hópurinn.

Það hefur heldur betur verið líf í Nýheimum þessa vikuna en hjá okkur hafa verið tæplega 50 Danir. Það eru nemendur og kennarar úr samstarfsskólanum í Faarevejle en í vetur hafa þessir tveir skólar unnið saman undir merkjum Nordplus.
Hópurinn kom til landsins á mánudag og til Hafnar á þriðjudag. Dagana hér eystra vinna krakkarnir að ýmsum verkefnum sem tengjast Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Sérstaklega er verið að skoða markmið 12, 13 og 14 sem lúta að breytingum í sjó og loftslagsbreytingum. Einnig hafa gestirnir heimsótt bæði fyrirtæki og stofnanir í sveitarfélaginu og hafa bæði séð og upplifað margt nýtt. Sérstaklega finnst þeim veðrið breytilegt hjá okkur.
Danirnir flugu hingað með WOW en eins og flestir vita er það flugfélag ekki lengur til. Það hefur verið unnið hörðum höndum að því að finna flug heim og nú rétt áðan fékk hópurinn að vita að þeir fá flug heim seinni partinn á sunnudag. Það er mikill léttir að búið sé að finna lausn á heimferðinni.
Hópurinn fer á morgun til Reykjavíkur með viðkomu á Gullfossi, Geysi og Þingvöllum og gistir í Reykjavík.

Aðrar fréttir

Jólafrí og upphaf vorannar

Jólafrí og upphaf vorannar

Í dag lýkur starfi haustannar formlega og allar einkunnir eiga að vera komnar í INNU. Þá er líka komið jólafrí í skólanum sem er örugglega kærkomið hjá flestum. Skólastarf vorannar hefst mánudaginn 6. janúar klukkan 8:30 en þá eiga nemendur að mæta hjá...

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...