Góðir gestir frá Danmörku

29.mar.2019

God nabo hópurinn.

Það hefur heldur betur verið líf í Nýheimum þessa vikuna en hjá okkur hafa verið tæplega 50 Danir. Það eru nemendur og kennarar úr samstarfsskólanum í Faarevejle en í vetur hafa þessir tveir skólar unnið saman undir merkjum Nordplus.
Hópurinn kom til landsins á mánudag og til Hafnar á þriðjudag. Dagana hér eystra vinna krakkarnir að ýmsum verkefnum sem tengjast Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Sérstaklega er verið að skoða markmið 12, 13 og 14 sem lúta að breytingum í sjó og loftslagsbreytingum. Einnig hafa gestirnir heimsótt bæði fyrirtæki og stofnanir í sveitarfélaginu og hafa bæði séð og upplifað margt nýtt. Sérstaklega finnst þeim veðrið breytilegt hjá okkur.
Danirnir flugu hingað með WOW en eins og flestir vita er það flugfélag ekki lengur til. Það hefur verið unnið hörðum höndum að því að finna flug heim og nú rétt áðan fékk hópurinn að vita að þeir fá flug heim seinni partinn á sunnudag. Það er mikill léttir að búið sé að finna lausn á heimferðinni.
Hópurinn fer á morgun til Reykjavíkur með viðkomu á Gullfossi, Geysi og Þingvöllum og gistir í Reykjavík.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...