Skíðaferð 2 í fjallamennskunáminu

25.mar.2019

Dagana 3. – 8. mars fór fram námskeiðið Skíðaferð 2. Námskeiðið var keyrt í samstarfi við Menntaskólann á Tröllaskaga eins og Fjallaskíði 1 sem haldið var fyrr í vetur. Á námskeiðinu var lögð mikil áhersla á skíðatækni og að nemendur yrðu öruggir á skíðum, auk þess sem nemendur kynntust gönguskíðum.
Fyrsti og seinasti dagur námskeiðsins fóru í akstur milli Hafnar og Ólafsfjarðar. Hópurinn hafði aðsetur í sumarbústað í Ólafsfirði og kennslan hófst yfirleitt á fyrirlestrum og öðrum verkefnum í nágrenni við bústaðinn fyrir hádegi og síðan skellti hópurinn sér á skíði á og við skíðasvæðið á Siglufirði eftir hádegið, að undanskildum einum degi þar sem þau lærðu á gönguskíði á gönguskíðasvæðinu í nágrenni við MTR á Ólafsfirði.
Fyrsta kennsludaginn var farið yfir skíðatækni og fleira á skíðasvæðinu á Siglufirði. Þar fengu allir eitthvað við sitt hæfi, byrjendur sem og lengra komnir. Dagurinn eftir var helgaður snjóflóðapælingum og félagabjörgun úr snjóflóði. Þriðja daginn lærðu nemendur á gönguskíði og fjórði og seinasti kennsludagurinn var helgaður því að skíða sem mest og þeir sem treystu sér nýttu fjallaskíðabúnaðinn og fóru utan brautar í nágrenni við skíðavæðið.
Það voru svo þreyttir en ánægðir nemendur sem komu í FAS að lokinni sex daga ferð. Ferðin gekk í heild sinni mjög vel og aðstæður fyrir norðan til fyrirmyndar fyrir skíðakennslu.
Kennarar námskeiðsins voru Sólveig Valgerður Sveinbjörnsdóttir og Guillaume Kollibay og tóku þau meðfylgjandi myndir. Fleiri myndir úr ferðinni má sjá hér

[modula id=“9776″]

Aðrar fréttir

Nóg að gera í lok annar

Nóg að gera í lok annar

Nú er upp runnin síðasta heila kennsluvika annarinnar og mikið um að vera. Nemendur eru í óða önn að leggja lokahönd á vinnu sína í skólanum. Á miðvikudag munu nemendur í áfanganum Hönnun og nýsköpun kynna Graffíl listahátíð sem þau eru að vinna að ásamt fleiri...

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Áfanginn hájöklaferðamennska í grunnnámi fjallamennskubrautarinnar fór fram dagana 26. apríl til 1. maí á Öræfajökli. Ákveðið var að fara aðeins aðra leið en hefur verið farin undanfarin ár og lagt af stað upp Svínafellið vestanvert, gengið upp í gegnum Skörð og þaðan...

Landvarðanám FAS

Landvarðanám FAS

Í byrjun apríl lauk áfanga í landvörslu FAS í blíðskaparveðri í Skaftafelli. Landvarðanámskeið hefur lengi verið námskeið sem skólastjórnendum í FAS hefur langað til að bæta við námsbrautirnar í fjallamennsku en það tókst síðasta haust og nú hefur FAS leyfi til að...