Ingunn Ósk fær að æfa með Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands

03.apr.2019

Ingunn Ósk Grétarsdóttir

Undanfarin ár hefur Sinfóníuhljómsveit Íslands staðið fyrir hljómsveitarskóla til að kynna fyrir ungmennum hinn sinfóníska heim og gefa um leið áhugasömum nemendum tækifæri til að njóta þjálfunar og leiðsagnar í hljómsveitarleik líkt og um atvinnumennsku væri að ræða. Á hverju vori eru haldin inntökupróf fyrir hljómsveitarskólann og þeir sem komast þar inn fá að æfa með hljómsveitinni í hálfan mánuð á haustin. Í Ungsveitinni eru gerðar miklar kröfur um faglega frammistöðu og í lok hljómsveitarskólans hafa verið haldnir tónleikar fyrir almenning.
Ingunn Ósk Grétarsdóttir hefur lært á þverflautu í 8 ár í Tónskóla Austur-Skaftafellssýslu og lauk miðprófi síðastliðið vor. Hún hefur lengi haft áhuga á klassískri tónlist og fylgst með Ungsveit Sinfóníuhljómsveitarinnar. Hún ákvað að sækja um í Ungsveitina og þá þarf að þreyta inntökupróf. Þau voru haldin 26. mars fyrir þverflautu og í Reykjavík. Ingunn ætlaði að fara til Reykjavíkur til að taka inntökuprófið en þá vildi svo til að ekki var flug þann daginn. Ingunn Ósk er einn margra nemenda í FAS sem er í samstarfsverkefninu með Danmörku en nemendur úr danska skólanum voru einmitt hér í síðustu viku og því erfitt að fara frá. Því var brugðið á það ráð að nýta tækniherbergi FAS og taka upp flautuleikinn og senda. Það er skemmst frá því að segja að Ingunn Ósk stóðst inntökuprófið og fær það frábæra tækifæri að æfa með Ungsveit Sinfóníuhljómsveitarinnar í september.
Að sjálfsögðu óskum við Ingunni til hamingju og velfarnaðar í þessu skemmtilega verkefni. Þess má í lokin geta að Ingunn Ósk spilar í föstudagshádegi á Nýtorgi 5. apríl.

Aðrar fréttir

Jólafrí og upphaf vorannar

Jólafrí og upphaf vorannar

Í dag lýkur starfi haustannar formlega og allar einkunnir eiga að vera komnar í INNU. Þá er líka komið jólafrí í skólanum sem er örugglega kærkomið hjá flestum. Skólastarf vorannar hefst mánudaginn 6. janúar klukkan 8:30 en þá eiga nemendur að mæta hjá...

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...