Ekki vera hrædd!! Þið upplifið eitthvað alveg sérstakt í Mánagarði ef þið komið á sýningu FAS og Leikfélags Hornafjarðar á Fílamanninum.
- desember 1886
Bréf til ritstjóra The Times
Kæri herra!
Ég skrifa þetta bréf vegna manns á spítalanum. Hann þarfnast hjálpar yðar. Hann heitir Joseph Merrick og er 27 ára gamall. Hann er ekki veikur, en hann getur ekki farið út af spítalanum vegna þess að hann er mjög, mjög ljótur. Sumum líður illa að horfa á hann og eru ákaflega hræddir við hann. Við köllum hann Fílamanninn. Fyrir tveimur árum, bjó Merrick í búð nærri London sjúkrahúsinu. Fyrir tvö penný gat fólk komið og skoðað hann og hlegið að honum. Dag einn sá læknir spítalans, Dr Frederick Treves, Merrick. Hann bauð honum til spítalans og skoðaði hann vandlega. Dr Treves gat ekki hjálpað Merrick en gaf honum nafnspjald sitt.
Silcock umboðsmaður og sýningahaldari fór með Merrick til Belgíu. Fjöldi fólks kom á sýningar þeirra. Þannig að eftir ár hafði Merrick safnað 50 pundum. En Silcock tók peninga Merrick og skildi hann eftir en stakk af sjálfur til London. Merrick kom sér síðan sjálfur til London. Allir um borð í lestinni og skipinu störðu á hann og hlógu að honum. Í London stakk lögreglan honum í fangelsi. Þar fundu þeir nafnspjald Dr Treves og komu með Merrick til London sjúkrahúss. Þessi maður á enga peninga og getur ekki unnið. Líkami hans og andlit er mjög, mjög ljótt. Þess vegna eru margir hræddir við hann. En hann er hins vegar áhugaverður. Hann kann að lesa og skrifa og hugsar mikið. Hann er hljóðlátur, góður maður. Stundum gerir hann fallega hluti með vinstri höndinni og gefur þá hjúkrunarkonunum, vegna þess að þær eru góðar við hann.
Hann man eftir móður sinni og er með mynd af henni. Hún var falleg og góð segir hann. En hann hefur ekki hitt hana síðan hún færði Silcock hann fyrir löngu síðan.
Geta lesendur The Times hjálpað okkur? Þessi maður er ekki veikur, en hann þarf á heimili að halda. Við höfum herbergi í spítalanum en við þurfum á peningum að halda.
Vinsamlega skrifaðu mér til London sjúkrahússins.
Virðingarfyllst
F.C Carr Gomm
Formaður London sjúkrahúss
Þetta bréf skrifaði formaður The Royal hospital off London til ritstjóra The Times til að reyna að afla peninga til sjúkrahússins svo þar yrði hægt að útbúa einhvers konar heimili fyrir Joseph Merrick. Söfnun var sett í gang og það söfnuðust 50.000.- pund sem tryggðu Fílamanninum heimili á sjúkrahúsinu til æviloka en hann lést 29 ára gamall. Herbergi var útbúið í gamalli kolakompu í kjallara sjúkrahússins.