Fjármálafræðsla í FAS

19.mar.2019

Guðbjörg og Guðrún Ósk með fjármálafræðslu í FAS.

Í dag var komið að enn einu uppbrotinu á vorönninni en þá er kennsla felld niður í einum tíma og nemendur fá fræðslu um tiltekið efni.
Það voru þær Guðbjörg og Guðrún Ósk frá Landsbankanum á Höfn sem komu og voru með fræðslu í tengslum við fjármál. En þær eru með fræðslu á vegum Fjármálavits. Meðal annars var farið í gegnum launaseðla og skoðað hvernig eigi að lesa og skilja þá og í hvað frádráttarliðir fara. Ýmis hugtök voru útskýrð eins og lífeyrissjóður, viðbótarlífeyrissparnaður og skattstofn.
Þær lögðu mikla áherslu á mikilvægi þess að spara og safna sér fyrir því sem á að kaupa. Þar safnast margt smátt saman og gerir fólki á endanum kleift að láta drauma sína rætast.
Krakkarnir voru duglegir að spyrja og það var greinilegt að það er ekki vanþörf á svona fræðslu. Við þökkum þeim Guðbjörgu og Guðrúnu Ósk kærlega fyrir komuna og fræðsluna.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...