Fjármálafræðsla í FAS

19.mar.2019

Guðbjörg og Guðrún Ósk með fjármálafræðslu í FAS.

Í dag var komið að enn einu uppbrotinu á vorönninni en þá er kennsla felld niður í einum tíma og nemendur fá fræðslu um tiltekið efni.
Það voru þær Guðbjörg og Guðrún Ósk frá Landsbankanum á Höfn sem komu og voru með fræðslu í tengslum við fjármál. En þær eru með fræðslu á vegum Fjármálavits. Meðal annars var farið í gegnum launaseðla og skoðað hvernig eigi að lesa og skilja þá og í hvað frádráttarliðir fara. Ýmis hugtök voru útskýrð eins og lífeyrissjóður, viðbótarlífeyrissparnaður og skattstofn.
Þær lögðu mikla áherslu á mikilvægi þess að spara og safna sér fyrir því sem á að kaupa. Þar safnast margt smátt saman og gerir fólki á endanum kleift að láta drauma sína rætast.
Krakkarnir voru duglegir að spyrja og það var greinilegt að það er ekki vanþörf á svona fræðslu. Við þökkum þeim Guðbjörgu og Guðrúnu Ósk kærlega fyrir komuna og fræðsluna.

Aðrar fréttir

Jólafrí og upphaf vorannar

Jólafrí og upphaf vorannar

Í dag lýkur starfi haustannar formlega og allar einkunnir eiga að vera komnar í INNU. Þá er líka komið jólafrí í skólanum sem er örugglega kærkomið hjá flestum. Skólastarf vorannar hefst mánudaginn 6. janúar klukkan 8:30 en þá eiga nemendur að mæta hjá...

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...