FAS kynntur í Laugardalshöllinni

08.mar.2019

Dagana 14. – 16. mars næst komandi mun Verkiðn, sem eru samtök um keppnir í iðn- og verkgreinum, halda Íslandsmót iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynningu í Laugardalshöllinni í samvinnu við Mennta- og menningarmálaráðuneytið, sveitarfélög og fagfélög iðn- og starfsgreina. Tilgangur keppninnar er meðal annars að kynna og vekja áhuga grunnskólanemenda á iðn- og verknámi og þeim fjölmörgu tækifærum sem nám í þessum greinum hefur upp á að bjóða.
FAS tekur þátt í framhaldsskólakynningunni með megin áherslu á fjallamennskunámið, lista- og menningarsviðið og kjörnámsbrautina.
Þetta verður í þriðja sinn sem framhaldsskólakynning verður haldin samhliða Íslandsmótinu til að nýta samlegðina og tók FAS þátt í síðustu kynningu sem var í mars 2017, en þessi viðburður er haldinn annað hvert ár. Nemendum í 9.–10. bekk í öllum grunnskólum landsins verður boðið í Laugardalshöllina og munu þeir þar m.a. fá tækifæri til að kynnast námsframboði og starfsemi FAS.

[modula id=“9774″]

Aðrar fréttir

Nóg að gera í lok annar

Nóg að gera í lok annar

Nú er upp runnin síðasta heila kennsluvika annarinnar og mikið um að vera. Nemendur eru í óða önn að leggja lokahönd á vinnu sína í skólanum. Á miðvikudag munu nemendur í áfanganum Hönnun og nýsköpun kynna Graffíl listahátíð sem þau eru að vinna að ásamt fleiri...

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Áfanginn hájöklaferðamennska í grunnnámi fjallamennskubrautarinnar fór fram dagana 26. apríl til 1. maí á Öræfajökli. Ákveðið var að fara aðeins aðra leið en hefur verið farin undanfarin ár og lagt af stað upp Svínafellið vestanvert, gengið upp í gegnum Skörð og þaðan...

Landvarðanám FAS

Landvarðanám FAS

Í byrjun apríl lauk áfanga í landvörslu FAS í blíðskaparveðri í Skaftafelli. Landvarðanámskeið hefur lengi verið námskeið sem skólastjórnendum í FAS hefur langað til að bæta við námsbrautirnar í fjallamennsku en það tókst síðasta haust og nú hefur FAS leyfi til að...