FAS kynntur í Laugardalshöllinni

08.mar.2019

Dagana 14. – 16. mars næst komandi mun Verkiðn, sem eru samtök um keppnir í iðn- og verkgreinum, halda Íslandsmót iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynningu í Laugardalshöllinni í samvinnu við Mennta- og menningarmálaráðuneytið, sveitarfélög og fagfélög iðn- og starfsgreina. Tilgangur keppninnar er meðal annars að kynna og vekja áhuga grunnskólanemenda á iðn- og verknámi og þeim fjölmörgu tækifærum sem nám í þessum greinum hefur upp á að bjóða.
FAS tekur þátt í framhaldsskólakynningunni með megin áherslu á fjallamennskunámið, lista- og menningarsviðið og kjörnámsbrautina.
Þetta verður í þriðja sinn sem framhaldsskólakynning verður haldin samhliða Íslandsmótinu til að nýta samlegðina og tók FAS þátt í síðustu kynningu sem var í mars 2017, en þessi viðburður er haldinn annað hvert ár. Nemendum í 9.–10. bekk í öllum grunnskólum landsins verður boðið í Laugardalshöllina og munu þeir þar m.a. fá tækifæri til að kynnast námsframboði og starfsemi FAS.

[modula id=“9774″]

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...