Árshátíð FAS í næstu viku

06.mar.2019

Einn þeirra hópa sem hefur verið að störfum í opinni viku er „árshátíðarhópur“. Eins og nafnið bendir til sér sá hópur um að undirbúa árshátíðina. Að þessu sinni voru margir í árshátíðarhópi og því var hópnum skipt í fjóra minni hópa. Einn hópurinn sá um að gera stuttmynd sem verður frumsýnd á árshátíðinni. Annar hópur sá um að koma með tilnefningar fyrir hin ýmsu sæmdarheiti innan skólans. Þriðji hópurinn hefur unnið að skreytingum og myndavegg fyrir árshátíðina og fjórði hópurinn skrifaði annál frá síðustu árshátíð en það er nú jafnan ýmsilegt um að vera þó skólinn sé ekki stór.
Árshátíðin verður haldin á Hafinu fimmtudaginn 14. mars og það er nemendaráð sem hefur haft veg og vanda að því að skipuleggja þann atburð. Húsið opnar klukkan 19 og borðhald hefst 19:30. Í boði er lambakjöt og meðlæti og svo eftirréttur. Að borðhaldi loknu verður svo skemmtidagskrá og mun Biggi veislustjóri stýra henni. Jafnvel má gera ráð fyrir óvæntum uppákomum. Ballið byrjar svo klukkan 22:30 og það er Helgi Bjöss sem ætlar að sjá um að árshátíðargestir sýni tilþrif á dansgólfinu.
Að sjálfsögðu vonumst við til að sem flestir sem mæti og bendum áhugasömum á að hafa samband við nemendaráð til að fá miða. Þeir sem ætla að koma á borðhaldið þurfa að skrá sig í google.doc könnun fyrir föstudaginn 8. mars.

Aðrar fréttir

Nóg að gera í lok annar

Nóg að gera í lok annar

Nú er upp runnin síðasta heila kennsluvika annarinnar og mikið um að vera. Nemendur eru í óða önn að leggja lokahönd á vinnu sína í skólanum. Á miðvikudag munu nemendur í áfanganum Hönnun og nýsköpun kynna Graffíl listahátíð sem þau eru að vinna að ásamt fleiri...

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Áfanginn hájöklaferðamennska í grunnnámi fjallamennskubrautarinnar fór fram dagana 26. apríl til 1. maí á Öræfajökli. Ákveðið var að fara aðeins aðra leið en hefur verið farin undanfarin ár og lagt af stað upp Svínafellið vestanvert, gengið upp í gegnum Skörð og þaðan...

Landvarðanám FAS

Landvarðanám FAS

Í byrjun apríl lauk áfanga í landvörslu FAS í blíðskaparveðri í Skaftafelli. Landvarðanámskeið hefur lengi verið námskeið sem skólastjórnendum í FAS hefur langað til að bæta við námsbrautirnar í fjallamennsku en það tókst síðasta haust og nú hefur FAS leyfi til að...