Fjör á árshátíð FAS

15.mar.2019

Glófaxamenn skemmta á árshátíð FAS.

Árshátíð FAS var haldin á Hafinu í gær. Undirbúningur að hátíðinni er í höndum nemenda og hefur staðið yfir í langan tíma. Það er jafnan bæði spenna og eftirvænting í gangi fyrir árshátíðina hverju sinni bæði yfir því hvaða hljómsveit spilar og hvað er boðið upp á.
Það má segja að árshátíðarhópurinn í ár hafi farið ótroðnar slóðir í hljómsveitarvali og ekki síður í skemmtiatriðum og skreytingum en þemað var sveitalífið.
Birgir Fannar var fenginn til að vera veislustjóri og leysti hann það hlutverk ljómandi vel af hendi. Þá mættu nokkrir galvaskir Glófaxamenn sem sungu nokkur lög og var gaman að heyra að nemendur þekktu þessi lög og tóku vel undir.
Hornfirska hljómsveitin kef LAVÍK spilaði nokkur lög. En það var svo Helgi Björnsson sem mætti með hljómsveit sína og tryllti lýðinn fram eftir nóttu. Líklega hefðu margir búist við að önnur hljómsveit myndi sjá um ballið en þetta var einlæg ósk árshátíðarhópsins og skemmtu allir sér hið besta á ballinu.

Aðrar fréttir

Nóg að gera í lok annar

Nóg að gera í lok annar

Nú er upp runnin síðasta heila kennsluvika annarinnar og mikið um að vera. Nemendur eru í óða önn að leggja lokahönd á vinnu sína í skólanum. Á miðvikudag munu nemendur í áfanganum Hönnun og nýsköpun kynna Graffíl listahátíð sem þau eru að vinna að ásamt fleiri...

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Áfanginn hájöklaferðamennska í grunnnámi fjallamennskubrautarinnar fór fram dagana 26. apríl til 1. maí á Öræfajökli. Ákveðið var að fara aðeins aðra leið en hefur verið farin undanfarin ár og lagt af stað upp Svínafellið vestanvert, gengið upp í gegnum Skörð og þaðan...

Landvarðanám FAS

Landvarðanám FAS

Í byrjun apríl lauk áfanga í landvörslu FAS í blíðskaparveðri í Skaftafelli. Landvarðanámskeið hefur lengi verið námskeið sem skólastjórnendum í FAS hefur langað til að bæta við námsbrautirnar í fjallamennsku en það tókst síðasta haust og nú hefur FAS leyfi til að...