Hornafjarðarmanni á opnum dögum í FAS

05.mar.2019

Fyrstu þrjá dagana í þessari viku eru haldnir opnir dagar í FAS. Fyrir flesta þýðir það að kennsla fellur niður og nemendur fást við önnur viðfangsefni. Má þar t.d. nefna undirbúning fyrir árshátíð sem verður 14. mars, nokkrir nemendur standa að útvarpssendingum og er hægt að hlusta á þessari slóð, einhverjir eru í listasmiðjum og vinna að sköpun. Það eru nemendur á vélstjórnarbraut sem nota opnu dagana að þessu sinni fyrir námskeið í heilbrigðisfræði en það er hluti af þeirra námi.
Í morgun var komið að sameiginlegum viðburði sem var Hornafjarðarmanni. Það var útbreiðslustjórinn sjálfur Albert Eymundsson sem kom og stjórnaði spilinu. Einhverjir voru að spila manna í fyrsta skipti en aðrir þekkja spilið vel.
Í upphafi voru tæplega 40 spilarar en eftir fyrstu umferð fækkaði þeim niður í 27. Í undanúrslitum var spilað á þremur borðum. Sigurvegarar úr þeirri viðureign tókust svo á í lokin. Það voru þeir Axel Elí, Oddleifur og Sigursteinn sem háðu það einvígi. Úrslit urðu þau að Axel Elí hafnaði í þriðja sæti, Oddleifur í öðru og Sigursteinn er nýkrýndur framhaldsskólameistari í Hornafjarðarmanna. Þrjú efstu sæti hlutu verðlaun. Við óskum sigurvegurunum til hamingju og þökkum öllum hinum fyrir þátttökuna.

[modula id=“9773″]

 

Aðrar fréttir

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...

Jólamatur í FAS

Jólamatur í FAS

Nú stendur yfir síðasta heila kennsluvika haustannarinnar. Í FAS hefur skapast sú hefð að bjóða nemendum og starfsfólki í sameiginlega jólamáltíð í lok annar. Það var því margt um manninn á Nýtorgi í dag þar sem var boðið upp á hangikét og meðlæti. Margir...