Fjör á „Kahoot“ kvöldi

20.feb.2019

Síðasta fimmtudag var haldið fyrsta „Kahoot“ kvöldið í FAS. Þá var haldin spurningakeppni á milli einstaklinga þar sem smáforritið Kahoot er notað til að svara spurningum. Það voru nokkrir spurningaflokkar eins og t.d. tónlist, kvikmyndir og staðreyndir um FAS. Í hverjum flokki voru síðan nokkar spurningar. Áður en keppnin hófst var pizza í boði fyrir þátttakendur og voru henni gerð góð skil.

Það er skemmst frá því að segja að þessi spurningakeppni tókst einstaklega vel og menn voru ánægðir með fyrirkomulagið. Það var líka góð mæting en yfir 20 nemendur mættu og tóku þátt í keppninni.

Verðlaun voru veitt fyrir fyrstu þrjú efstu sætin og það var fyrirtækið Þingvað sem var styrktaraðili keppninnar. Viðburðaklúbbur stefnir að annarri slíkri keppni á þessari önn.

Að lokum má geta þess að fótboltaklúbburinn ætlar mæta í FAS í kvöld og horfa á leik í meistardeildinni. Það eru stórliðin Atlético de Madrid og Juventus sem eigast við og hefst leikurinn klukkan 20.

[modula id=“9772″]

 

Aðrar fréttir

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...

Jólamatur í FAS

Jólamatur í FAS

Nú stendur yfir síðasta heila kennsluvika haustannarinnar. Í FAS hefur skapast sú hefð að bjóða nemendum og starfsfólki í sameiginlega jólamáltíð í lok annar. Það var því margt um manninn á Nýtorgi í dag þar sem var boðið upp á hangikét og meðlæti. Margir...