Fjör á „Kahoot“ kvöldi

20.feb.2019

Síðasta fimmtudag var haldið fyrsta „Kahoot“ kvöldið í FAS. Þá var haldin spurningakeppni á milli einstaklinga þar sem smáforritið Kahoot er notað til að svara spurningum. Það voru nokkrir spurningaflokkar eins og t.d. tónlist, kvikmyndir og staðreyndir um FAS. Í hverjum flokki voru síðan nokkar spurningar. Áður en keppnin hófst var pizza í boði fyrir þátttakendur og voru henni gerð góð skil.

Það er skemmst frá því að segja að þessi spurningakeppni tókst einstaklega vel og menn voru ánægðir með fyrirkomulagið. Það var líka góð mæting en yfir 20 nemendur mættu og tóku þátt í keppninni.

Verðlaun voru veitt fyrir fyrstu þrjú efstu sætin og það var fyrirtækið Þingvað sem var styrktaraðili keppninnar. Viðburðaklúbbur stefnir að annarri slíkri keppni á þessari önn.

Að lokum má geta þess að fótboltaklúbburinn ætlar mæta í FAS í kvöld og horfa á leik í meistardeildinni. Það eru stórliðin Atlético de Madrid og Juventus sem eigast við og hefst leikurinn klukkan 20.

[modula id=“9772″]

 

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...