FAS og Leikfélag Hornafjarðar æfa „Fílamanninn“

19.feb.2019

Lista- og menningarsvið FAS og Leikfélag Hornafjarðar hafa hafið æfingar á leikritinu „Fílamanninum“ eftir Bernard Pomerance.
Leikritið fjallar um síðustu sjö ár í ævi Joseph Merrick. Þegar við hefjum leik er búið að banna sýningar á honum bæði í Englandi og Brussel. Hins vegar hafði ungur skurðlæknir að nafni Frederick Treves séð hann og þar með vaknaði áhugi læknavísindanna á Merrick.
Joseph Merrick sem fæddist á Englandi árið 1862 og var haldinn sjúkdómi sem kallaður er Proteus heilkenni. Sjúkdómurinn gerði æsku hans mjög erfiða, hann hafnaði á vinnuhæli þar sem hann dvaldi þar til hann fékk starf í „Freak show“ vegna undarlegs útlits síns. Síðustu ár ævi sinnar dvaldi Merrick á Royal hospital London þar sem honum var búið heimili. Þar kom í ljós hans einstaka víðsýni og hve vel hann var lesinn. Hann varð því vinsæll af efri stéttum samfélagsins.
Verkið skiptir máli fyrir alla. Í því er verið að fjalla um stöðu manneskjunnar og hræðslu hennar við það óþekkta,  hið ytra og áþreifanlega, annars vegar og hins vegar manneskjuna sjálfa, sálina og hvort hægt sé að greina þarna á milli. Þetta er mjög manneskjulegt verk sem fjallar um tilfinningar, skoðanir, ástina og um það hvernig við öxlum ábyrgð og ekki hvað síst hræðsluna við hið óþekkta.
Leikstjóri sýningarinnar er Stefán Sturla sem áður hefur sett upp sýningar á Hornafirði og er umsjónarmaður með uppbyggingu Lista- og menningarsviðs FAS.

Aðrar fréttir

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...

Jólamatur í FAS

Jólamatur í FAS

Nú stendur yfir síðasta heila kennsluvika haustannarinnar. Í FAS hefur skapast sú hefð að bjóða nemendum og starfsfólki í sameiginlega jólamáltíð í lok annar. Það var því margt um manninn á Nýtorgi í dag þar sem var boðið upp á hangikét og meðlæti. Margir...