Skömmu fyrir jól kom afar ánægjulegur póstur í FAS. Það var bréf frá menntamálaráðuneytinu um styrk að upphæð einni milljón. Styrkinn á að nota til að vinna að þarfagreiningu fyrir lista- og verknámsaðstöðu fyrir skólann og samfélagið.
Að sjálfsögðu brást skólinn strax við og myndaði hóp sem samanstendur af fulltrúa úr skólanefnd, fulltrúa frá sveitarfélaginu og skólameistara. Þessi hópur hittist vikulega og áætlar að ljúka þarfagreiningunni í mars. Jóhannes Þórðarson frá arkítektastofunni Glámu-Kím var fenginn til að leiða vinnuna.
Síðasta mánudag kom Jóhannes til Hafnar og hélt fund með heimamönnum. Einnig skoðaði hann aðstöðuna í Vöruhúsinu og Nýheimum.
Eftir að undirbúningshópurinn hefur lokið störfum fær menntamálaráðuneytið þarfagreininguna sem nýtist vonandi til að rökstyðja ósk um fjárframlag til framkvæmda.
Það er því aldrei að vita nema langþráð ósk FAS um hús undir list- og verkgreinar verði að veruleika í náinni framtíð.
Landvarðanám í FAS
Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...