Fær FAS list- og verknámshús?

15.feb.2019

Unnið að uppfærslu á Ronju ræningjadóttur 2018.

Skömmu fyrir jól kom afar ánægjulegur póstur í FAS. Það var bréf frá menntamálaráðuneytinu um styrk að upphæð einni milljón. Styrkinn á að nota til að vinna að þarfagreiningu fyrir lista- og verknámsaðstöðu fyrir skólann og samfélagið.
Að sjálfsögðu brást skólinn strax við og myndaði hóp sem samanstendur af fulltrúa úr skólanefnd, fulltrúa frá sveitarfélaginu og skólameistara. Þessi hópur hittist vikulega og áætlar að ljúka þarfagreiningunni í mars. Jóhannes Þórðarson frá arkítektastofunni Glámu-Kím var fenginn til að leiða vinnuna.
Síðasta mánudag kom Jóhannes til Hafnar og hélt fund með heimamönnum. Einnig skoðaði hann aðstöðuna í Vöruhúsinu og Nýheimum.
Eftir að undirbúningshópurinn hefur lokið störfum fær menntamálaráðuneytið þarfagreininguna sem nýtist vonandi til að rökstyðja ósk um fjárframlag til framkvæmda.
Það er því aldrei að vita nema langþráð ósk FAS um hús undir list- og verkgreinar verði að veruleika í náinni framtíð.

Aðrar fréttir

Nóg að gera í lok annar

Nóg að gera í lok annar

Nú er upp runnin síðasta heila kennsluvika annarinnar og mikið um að vera. Nemendur eru í óða önn að leggja lokahönd á vinnu sína í skólanum. Á miðvikudag munu nemendur í áfanganum Hönnun og nýsköpun kynna Graffíl listahátíð sem þau eru að vinna að ásamt fleiri...

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Áfanginn hájöklaferðamennska í grunnnámi fjallamennskubrautarinnar fór fram dagana 26. apríl til 1. maí á Öræfajökli. Ákveðið var að fara aðeins aðra leið en hefur verið farin undanfarin ár og lagt af stað upp Svínafellið vestanvert, gengið upp í gegnum Skörð og þaðan...

Landvarðanám FAS

Landvarðanám FAS

Í byrjun apríl lauk áfanga í landvörslu FAS í blíðskaparveðri í Skaftafelli. Landvarðanámskeið hefur lengi verið námskeið sem skólastjórnendum í FAS hefur langað til að bæta við námsbrautirnar í fjallamennsku en það tókst síðasta haust og nú hefur FAS leyfi til að...