Kahoot kvöld í FAS

11.feb.2019

Nemendafélag FAS

Nemendafélag FASViðburðaklúbbur FAS ætlar að standa fyrir svokölluðu Kahoot kvöldi næsta fimmtudag fyrir nemendur FAS. Kahoot er smáforrit fyrir síma og tölvur og er notað t.d. í spurningakeppni. Þannig að það má segja að Kahoot sé ný útgáfa af spurningakeppni. Nokkrar umferðir verða haldnar og verður ein þeirra um FAS.
Viðburðurinn verður haldinn í FAS fimmtudaginn 14. febrúar og hefst klukkan 20. Það kostar ekkert inn á keppnina sjálfa en það verður hægt að fá pizzusneiðar og þá þarf að borga 500 krónur.
Það er til mikils að vinna í spurningakeppninni og vegleg verðlaun í boði fyrir þá sem best standa sig.
Þeir sem að hafa hug á að mæta eru beðnir um að skrá sig í síðasta lagi á hádegi á fimmtudag. Viðburðaklúbbur hlakkar til að sjá sem flesta og hafa gaman saman.

Aðrar fréttir

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...

Jólamatur í FAS

Jólamatur í FAS

Nú stendur yfir síðasta heila kennsluvika haustannarinnar. Í FAS hefur skapast sú hefð að bjóða nemendum og starfsfólki í sameiginlega jólamáltíð í lok annar. Það var því margt um manninn á Nýtorgi í dag þar sem var boðið upp á hangikét og meðlæti. Margir...