Viðburðaklúbbur FAS ætlar að standa fyrir svokölluðu Kahoot kvöldi næsta fimmtudag fyrir nemendur FAS. Kahoot er smáforrit fyrir síma og tölvur og er notað t.d. í spurningakeppni. Þannig að það má segja að Kahoot sé ný útgáfa af spurningakeppni. Nokkrar umferðir verða haldnar og verður ein þeirra um FAS.
Viðburðurinn verður haldinn í FAS fimmtudaginn 14. febrúar og hefst klukkan 20. Það kostar ekkert inn á keppnina sjálfa en það verður hægt að fá pizzusneiðar og þá þarf að borga 500 krónur.
Það er til mikils að vinna í spurningakeppninni og vegleg verðlaun í boði fyrir þá sem best standa sig.
Þeir sem að hafa hug á að mæta eru beðnir um að skrá sig í síðasta lagi á hádegi á fimmtudag. Viðburðaklúbbur hlakkar til að sjá sem flesta og hafa gaman saman.
Nóg að gera í lok annar
Nú er upp runnin síðasta heila kennsluvika annarinnar og mikið um að vera. Nemendur eru í óða önn að leggja lokahönd á vinnu sína í skólanum. Á miðvikudag munu nemendur í áfanganum Hönnun og nýsköpun kynna Graffíl listahátíð sem þau eru að vinna að ásamt fleiri...