Kahoot kvöld í FAS

11.feb.2019

Nemendafélag FAS

Nemendafélag FASViðburðaklúbbur FAS ætlar að standa fyrir svokölluðu Kahoot kvöldi næsta fimmtudag fyrir nemendur FAS. Kahoot er smáforrit fyrir síma og tölvur og er notað t.d. í spurningakeppni. Þannig að það má segja að Kahoot sé ný útgáfa af spurningakeppni. Nokkrar umferðir verða haldnar og verður ein þeirra um FAS.
Viðburðurinn verður haldinn í FAS fimmtudaginn 14. febrúar og hefst klukkan 20. Það kostar ekkert inn á keppnina sjálfa en það verður hægt að fá pizzusneiðar og þá þarf að borga 500 krónur.
Það er til mikils að vinna í spurningakeppninni og vegleg verðlaun í boði fyrir þá sem best standa sig.
Þeir sem að hafa hug á að mæta eru beðnir um að skrá sig í síðasta lagi á hádegi á fimmtudag. Viðburðaklúbbur hlakkar til að sjá sem flesta og hafa gaman saman.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...