Hvað er markþjálfun?

08.feb.2019

Lind Völundardóttir Draumland.

Mánudaginn 11. febrúar mun Lind okkar Völundardóttir Draumland halda kynningarfyrirlestur um markþjálfun. Eflaust eru einhverjir sem ekki vita hvað markþjálfun er. Í stuttu máli er markþjálfun bæði fyrir einstaklinga og hópa sem sækjast eftir því að ná ákveðnu markmiði. Þjálfunin fer fram í samtölum við markþjálfa og tekur hvert samtal venjulega um klukkustund. Ástæður og markmið fyrir því að fólk leitar til markþjálfa er mismunandi en markmiðið er alltaf að finna lausn.
Lind er með ACST vottun í markþjálfun frá ICF og stefnir að því að fara í ACC vottun í vor. Við hvetjum alla þá sem vilja kynna sér þetta nánar að koma á kynningarfund Lindar sem verður í fyrirlestrasal Nýheima og hefst klukkan 14:00.

Aðrar fréttir

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...

Jólamatur í FAS

Jólamatur í FAS

Nú stendur yfir síðasta heila kennsluvika haustannarinnar. Í FAS hefur skapast sú hefð að bjóða nemendum og starfsfólki í sameiginlega jólamáltíð í lok annar. Það var því margt um manninn á Nýtorgi í dag þar sem var boðið upp á hangikét og meðlæti. Margir...