Hvað er markþjálfun?

08.feb.2019

Lind Völundardóttir Draumland.

Mánudaginn 11. febrúar mun Lind okkar Völundardóttir Draumland halda kynningarfyrirlestur um markþjálfun. Eflaust eru einhverjir sem ekki vita hvað markþjálfun er. Í stuttu máli er markþjálfun bæði fyrir einstaklinga og hópa sem sækjast eftir því að ná ákveðnu markmiði. Þjálfunin fer fram í samtölum við markþjálfa og tekur hvert samtal venjulega um klukkustund. Ástæður og markmið fyrir því að fólk leitar til markþjálfa er mismunandi en markmiðið er alltaf að finna lausn.
Lind er með ACST vottun í markþjálfun frá ICF og stefnir að því að fara í ACC vottun í vor. Við hvetjum alla þá sem vilja kynna sér þetta nánar að koma á kynningarfund Lindar sem verður í fyrirlestrasal Nýheima og hefst klukkan 14:00.

Aðrar fréttir

Nóg að gera í lok annar

Nóg að gera í lok annar

Nú er upp runnin síðasta heila kennsluvika annarinnar og mikið um að vera. Nemendur eru í óða önn að leggja lokahönd á vinnu sína í skólanum. Á miðvikudag munu nemendur í áfanganum Hönnun og nýsköpun kynna Graffíl listahátíð sem þau eru að vinna að ásamt fleiri...

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Áfanginn hájöklaferðamennska í grunnnámi fjallamennskubrautarinnar fór fram dagana 26. apríl til 1. maí á Öræfajökli. Ákveðið var að fara aðeins aðra leið en hefur verið farin undanfarin ár og lagt af stað upp Svínafellið vestanvert, gengið upp í gegnum Skörð og þaðan...

Landvarðanám FAS

Landvarðanám FAS

Í byrjun apríl lauk áfanga í landvörslu FAS í blíðskaparveðri í Skaftafelli. Landvarðanámskeið hefur lengi verið námskeið sem skólastjórnendum í FAS hefur langað til að bæta við námsbrautirnar í fjallamennsku en það tókst síðasta haust og nú hefur FAS leyfi til að...