Hvað er markþjálfun?

08.feb.2019

Lind Völundardóttir Draumland.

Mánudaginn 11. febrúar mun Lind okkar Völundardóttir Draumland halda kynningarfyrirlestur um markþjálfun. Eflaust eru einhverjir sem ekki vita hvað markþjálfun er. Í stuttu máli er markþjálfun bæði fyrir einstaklinga og hópa sem sækjast eftir því að ná ákveðnu markmiði. Þjálfunin fer fram í samtölum við markþjálfa og tekur hvert samtal venjulega um klukkustund. Ástæður og markmið fyrir því að fólk leitar til markþjálfa er mismunandi en markmiðið er alltaf að finna lausn.
Lind er með ACST vottun í markþjálfun frá ICF og stefnir að því að fara í ACC vottun í vor. Við hvetjum alla þá sem vilja kynna sér þetta nánar að koma á kynningarfund Lindar sem verður í fyrirlestrasal Nýheima og hefst klukkan 14:00.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...